Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu

Alls eru 23 þús­und Ís­lend­inga í ein­angr­un eða sótt­kví í dag, á með­an þrír liggja inni á gjör­gæslu með Covid 19. Minni­hluti covid-smit­aðra á Land­spít­al­an­um er þar vegna covid-sýk­ing­ar­inn­ar. 6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar er í aflok­un vegna smits eða um­gengni við smit­aða.

0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu
Frá bólusetningu 80% landsmanna fimm ára og eldri eru fullbólusettir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í dag eru rúmlega 3.800 íslensk börn í einangrun eftir að hafa greinst með covid-19, 90% með ómíkron-afbrigðið svokallaða sem veldur vægari veikindum en fyrri afbrigði smitsjúkdómsins.

Samtals eru 10.637 Íslendingar í einangrun, sem þýðir að þeir þurfa að vera bundnir við heimili sitt án umgengni við aðra í viku, en mega nú fara í hálftíma gönguferð. Til viðbótar eru 12.438 Íslendingar í sóttkví vegna umgengni við fólk sem hefur síðan greinst með covid.

Fram kom í dag að meirihluti þeirra 32 sem eru liggjandi inni á spítala með covid-19 eru ekki á spítalanum vegna sýkingarinnar, heldur eru þeir með veikina ótengt tilefni innlagnarinnar. Aðeins eru þrír á gjörgæslu, en allir þeirra í öndunarvél. Það þýðir að 0,03 prósent smitaðra eru nú á gjörgæslu.

Ekki kemur fram að allir þeirra þriggja, sem nú eru á gjörgæslu, séu þar vegna covid eða eingöngu með covid. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að sjúklingar á gjörgæslu væru „langflestir með delta og óbólusettir“, og vísaði þar til eldra afbrigðis covid-19.

Landspítalinn er engu að síður á neyðarstigi, en 163 starfsmenn hans eru í einangrun. 

Strangar samkomutakmarkanir eru í gildi vegna covid-faraldursins. Tveggja metra regla er í gildi og grímuskylda. Opið má hafa á veitingastöðum til kl. 21. Einkasamkvæmi eru óheimil á stöðum með vínveitingaleyfi eftir kl. 22.  Sundlaugar og skíðasvæði mega taka við 50% af hámarksfjölda gesta. Takmarkanirnar gilda næstu tvær vikur, til 2. febrúar.

Ekki er ljóst hver langtímaáhrif ómíkronsýkingar eru á heilsu fólks, þótt veikindin hafi reynst mildari en af fyrri afbrigðum. Að auki er ófyrirsjáanlegt hvernig veiran stökkbreytist næst, en líkur á stökkbreytingu aukast með meiri dreifingu. Umboðsmaður barna hefur þó nýverið varað við áhrifum þess að halda börnum innilokuðum eða frá skóla ítrekað eða til lengri tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár