Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu

Alls eru 23 þús­und Ís­lend­inga í ein­angr­un eða sótt­kví í dag, á með­an þrír liggja inni á gjör­gæslu með Covid 19. Minni­hluti covid-smit­aðra á Land­spít­al­an­um er þar vegna covid-sýk­ing­ar­inn­ar. 6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar er í aflok­un vegna smits eða um­gengni við smit­aða.

0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu
Frá bólusetningu 80% landsmanna fimm ára og eldri eru fullbólusettir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í dag eru rúmlega 3.800 íslensk börn í einangrun eftir að hafa greinst með covid-19, 90% með ómíkron-afbrigðið svokallaða sem veldur vægari veikindum en fyrri afbrigði smitsjúkdómsins.

Samtals eru 10.637 Íslendingar í einangrun, sem þýðir að þeir þurfa að vera bundnir við heimili sitt án umgengni við aðra í viku, en mega nú fara í hálftíma gönguferð. Til viðbótar eru 12.438 Íslendingar í sóttkví vegna umgengni við fólk sem hefur síðan greinst með covid.

Fram kom í dag að meirihluti þeirra 32 sem eru liggjandi inni á spítala með covid-19 eru ekki á spítalanum vegna sýkingarinnar, heldur eru þeir með veikina ótengt tilefni innlagnarinnar. Aðeins eru þrír á gjörgæslu, en allir þeirra í öndunarvél. Það þýðir að 0,03 prósent smitaðra eru nú á gjörgæslu.

Ekki kemur fram að allir þeirra þriggja, sem nú eru á gjörgæslu, séu þar vegna covid eða eingöngu með covid. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að sjúklingar á gjörgæslu væru „langflestir með delta og óbólusettir“, og vísaði þar til eldra afbrigðis covid-19.

Landspítalinn er engu að síður á neyðarstigi, en 163 starfsmenn hans eru í einangrun. 

Strangar samkomutakmarkanir eru í gildi vegna covid-faraldursins. Tveggja metra regla er í gildi og grímuskylda. Opið má hafa á veitingastöðum til kl. 21. Einkasamkvæmi eru óheimil á stöðum með vínveitingaleyfi eftir kl. 22.  Sundlaugar og skíðasvæði mega taka við 50% af hámarksfjölda gesta. Takmarkanirnar gilda næstu tvær vikur, til 2. febrúar.

Ekki er ljóst hver langtímaáhrif ómíkronsýkingar eru á heilsu fólks, þótt veikindin hafi reynst mildari en af fyrri afbrigðum. Að auki er ófyrirsjáanlegt hvernig veiran stökkbreytist næst, en líkur á stökkbreytingu aukast með meiri dreifingu. Umboðsmaður barna hefur þó nýverið varað við áhrifum þess að halda börnum innilokuðum eða frá skóla ítrekað eða til lengri tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu