Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu

Alls eru 23 þús­und Ís­lend­inga í ein­angr­un eða sótt­kví í dag, á með­an þrír liggja inni á gjör­gæslu með Covid 19. Minni­hluti covid-smit­aðra á Land­spít­al­an­um er þar vegna covid-sýk­ing­ar­inn­ar. 6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar er í aflok­un vegna smits eða um­gengni við smit­aða.

0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu
Frá bólusetningu 80% landsmanna fimm ára og eldri eru fullbólusettir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í dag eru rúmlega 3.800 íslensk börn í einangrun eftir að hafa greinst með covid-19, 90% með ómíkron-afbrigðið svokallaða sem veldur vægari veikindum en fyrri afbrigði smitsjúkdómsins.

Samtals eru 10.637 Íslendingar í einangrun, sem þýðir að þeir þurfa að vera bundnir við heimili sitt án umgengni við aðra í viku, en mega nú fara í hálftíma gönguferð. Til viðbótar eru 12.438 Íslendingar í sóttkví vegna umgengni við fólk sem hefur síðan greinst með covid.

Fram kom í dag að meirihluti þeirra 32 sem eru liggjandi inni á spítala með covid-19 eru ekki á spítalanum vegna sýkingarinnar, heldur eru þeir með veikina ótengt tilefni innlagnarinnar. Aðeins eru þrír á gjörgæslu, en allir þeirra í öndunarvél. Það þýðir að 0,03 prósent smitaðra eru nú á gjörgæslu.

Ekki kemur fram að allir þeirra þriggja, sem nú eru á gjörgæslu, séu þar vegna covid eða eingöngu með covid. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að sjúklingar á gjörgæslu væru „langflestir með delta og óbólusettir“, og vísaði þar til eldra afbrigðis covid-19.

Landspítalinn er engu að síður á neyðarstigi, en 163 starfsmenn hans eru í einangrun. 

Strangar samkomutakmarkanir eru í gildi vegna covid-faraldursins. Tveggja metra regla er í gildi og grímuskylda. Opið má hafa á veitingastöðum til kl. 21. Einkasamkvæmi eru óheimil á stöðum með vínveitingaleyfi eftir kl. 22.  Sundlaugar og skíðasvæði mega taka við 50% af hámarksfjölda gesta. Takmarkanirnar gilda næstu tvær vikur, til 2. febrúar.

Ekki er ljóst hver langtímaáhrif ómíkronsýkingar eru á heilsu fólks, þótt veikindin hafi reynst mildari en af fyrri afbrigðum. Að auki er ófyrirsjáanlegt hvernig veiran stökkbreytist næst, en líkur á stökkbreytingu aukast með meiri dreifingu. Umboðsmaður barna hefur þó nýverið varað við áhrifum þess að halda börnum innilokuðum eða frá skóla ítrekað eða til lengri tíma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár