„Framkvæmdastjórn SÁÁ er slegin yfir þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir í tilkynningu Einars Hermannssonar, formanns SÁÁ fyrir hönd framkvæmdastjórnar samtakanna, til fjölmiðla í morgun. Tilefnið er kæra Sjúkratryggingar til embættis héraðssaksóknara fyrir „gríðarlegt magn“ tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu. Stofnunin hefur líka krafið SÁÁ um endurgreiðslu 175 milljóna króna vegna málsins.
Í yfirlýsingu SÁÁ segir að ekki hafi verið tekið tillit til skýringa samtakanna í niðurstöðu eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga.
Stundin fjallaði ítarlega um málið í síðasta tölublaði sem og í gær, þar sem ásakanir Sjúkratrygginga voru raktar. Þar kom meðal annars fram að athugasemdir SÁÁ við niðurstöðu eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga breyttu engu um þá niðurstöðu að samtökin hafi sent gríðarlegt magn af tilhæfulausum reikningum. Sjúkratryggingar kynntu samtökunum niðurstöðu sína í tíu blaðsíðna bréfi sem sent var 29. desember síðastliðinn en kæra vegna málsins barst embætti héraðssaksóknara öðru hvoru megin …
Athugasemdir