Stundin hefur fengið staðfest hjá Ólafi Þór Haukssyni, héraðssaksóknara að María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands hafi sent embættinu mál til rannsóknar sem deildin hefur verið með til skoðunar og varði starfshætti SÁÁ.
Ólafur Þór segir að hann geti ekki tjáð sig frekar um málið á þessu stigi.
Eins og Stundin hefur greint frá að undanförnu gerir eftirlitsnefnd Sjúkratrygginga Íslands alvarlegar athugasemdir við starfshætti SÁÁ, þar á meðal við þúsundir reikninga sem ráðgjafar SÁÁ sendu til Sjúkratrygginga Íslands en eftirlitsdeildin segir vera tilhæfulausa. Einnig eru gerðar alvarlegar athugasemdir við meðferð á sjúkraskrám.
Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að búið sé að gera Persónuvernd viðvart um málið og landlæknisembættið hefur staðfest við Stundina að tilkynning um það hafi borist þangað.
Sjúkratryggingar hófu að skoða SÁÁ um miðjan febrúar í fyrra eftir að grunur vaknaði um að samtökin hefðu meðal annars sent …
Athugasemdir