Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Helgi Seljan hefur störf á Stundinni

Rann­sókn­ar­frétta­mað­ur­inn Helgi Selj­an, sem er marg­verð­laun­að­ur fyr­ir störf sín, með­al ann­ars að um­fjöll­un um Sam­herja­mál­ið, Pana­maskjöl­in og að­gerða­leysi eft­ir­lits­stofn­ana, geng­ur til liðs við Stund­ina.

Helgi Seljan hefur störf á Stundinni
Helgi Seljan Eftir 16 ára starf hjá RÚV er Helgi Seljan genginn til liðs við Stundina sem rannsóknarritstjóri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fréttamaðurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Helgi Seljan hefur gengið til liðs við Stundina. 

Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín hérlendis og erlendis, meðal annars þrenn blaðamannaverðlaun Íslands og 9 tilnefningar til sömu verðlauna. Helgi hefur oftast allra, eða fjórum sinnum, verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

Feril sinn í fjölmiðlum hóf Helgi á héraðsfréttablaðinu Austurglugganum árið 2002 en fór þaðan á DV, Talstöðina og svo fréttastofu Stöðvar 2, áður en hann gekk til liðs við Kastljós RÚV árið 2006, þar sem hann starfaði allt þar til fréttaskýringaþátturinn Kveikur varð til árið 2017. 

Verðlaunaður rannsóknarfréttamaður

Helgi hefur tekið þátt í og leitt rannsóknir og umfjallanir um nokkur af stærstu fréttamálum síðustu ára, meðal annarra um Panamaskjölin og Samherjaskjölin í samvinnu við Stundina. 

Helgi hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir umfjöllun sína um Samherjaskjölin, samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar, áratugalanga brotasögu kynferðisbrotamanns og þöggun trúfélaga og stofnana um þau. Svo og fyrir umfjöllun um bókhaldsbrellur og skattasniðgöngu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, lögbrot, aðgerðarleysi eftirlitsstofnana í sjávarútvegi, mannréttindabrot gegn geðsjúkum í íslenskum fangelsum, brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði og eins umfjöllun um ólöglega förgun tveggja fyrrum flaggskipa Eimskipa á Indlandi.

Ásamt því að starfa að áframhaldandi umfjöllunum í miðlum Stundarinnar mun Helgi gegna hlutverki rannsóknarritstjóra Stundarinnar. Það hlutverk hefur ekki verið til staðar fram að þessu, en þekkist á rannsóknarfréttamiðlum erlendis undir titlinum investigations editor. Hann hefur störf 15. febrúar næstkomandi.

Breytingar á ritstjórn

Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar. Frá stofnun Stundarinnar í janúar 2015 hafa ritstjórar verið tveir, en Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir verður framvegis ein aðalritstjóri.

Meðal annarra blaðamanna á Stundinni eru Aðalsteinn Kjartansson, Alma Mjöll Ólafsdóttir, Freyr Rögnvaldsson, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Margrét Marteinsdóttir. 

Valddreifing, sjálfbærni og rannsóknarblaðamennska

Útgáfufélagið Stundin ehf. er í dreifðu eignarhaldi með ákvæðum um valddreifingu hluthafa innbundna í samþykktum félagsins og ræður enginn einn eigandi yfir meira en 12% eignarhlut.

Markmið og hlutverk Stundarinnar er að vera öruggur og áreiðanlegur vettvangur fyrir gagnrýna og óháða rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Um 85% af rekstrartekjum Stundarinnar koma beint frá almenningi í gegnum áskriftir eða styrki lesenda og hefur Stundin í heild haldist í sjálfbærum rekstri frá og með árinu 2016. Fjárhagslegt sjálfstæði miðilsins er á endanum metið sem forsenda fyrir sjálfstæði ritstjórnar, á tímum þar sem íslenskir fréttamiðlar eru almennt reknir í miklu og stöðugu tapi með framlögum frá fjársterkum aðilum.

Stundin birtir umfjallanir óháð formi. Hún kemur út í prentaðri útgáfu á landsvísu sem dreift er til áskrifenda og fæst í lausasölu í flestum matvöruverslunum. Allt efni Stundarinnar er birt á vefnum Stundin.is og er hluti þess opinn fyrir öllum, en að fullu opið fyrir áskrifendum. 

Panta má áskrift að Stundinni hér.

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni fjallar Stundin um málefni sem varða fjölmiðilinn sjálfan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (34)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Didda Antons skrifaði
    Flott að fá hann
    0
  • Oktavia Guðmundsdóttir skrifaði
    Gerir gott blað ennþá betra að fá Helga til starfa.
    0
  • Hrafnhildur Kjartans skrifaði
    Ég gerðist áskrifandi þegar Helgi flutti sig yfir. Gott mál.
    0
  • JG
    Jónína Guðmundsdóttir skrifaði
    Gott mál
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Sem lesandi Stundarinnar óska ég Helga Seljan alls góðs hjá Stundinni og um leið óska ég Stundinni til hamingju með að fá til liðs við sig jafn frábæran blaðamann og Helgi er. Öll þjóðin þarf nú að sameinast í að binda enda á Belarus-væðingu Íslands. Samherji og ýmsir aðrir eru farnir að hegða sér eins og Lukasenko með því að reyna að bæla niður kritískar raddir í samfélaginu.
    Nú verða allir að standa upp og segja stopp! Áróðursherferðir á hendur blaðamanna sem gera skyldur sínar verða ekki liðnar.
    0
  • Magnus Helgi Hjalmarsson skrifaði
    Glæsilegt hjá Helga Seljan.
    0
  • Jóhanna Halldóra Steindórsdóttir skrifaði
    Fint
    0
  • Þórður Sigurjónsson skrifaði
    Glæsilegt :)
    0
  • KB
    Kristinn Brynjólfsson skrifaði
    Ok
    0
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Til hamingju með að fá besta blaðamann landsins til starfa.
    0
  • AD
    Anna Droplaug skrifaði
    Óska Stundinni tiL hamingju með HELGA.
    0
  • BB
    Baldvin Baldvinsson skrifaði
    Ætla að óska fyrrum sveitunga mínum til hamingju með þetta skref í lífi sínu.
    0
  • SGS
    Sigursteinn Gunnar Sævarsson skrifaði
    Ég óska Helga til hamingju með vistaskiptin.
    Þeir verða vandfundnir jafn beittir fjölmiðlamenn eins og Mr.Seljan.
    0
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Glæsilegur liðsauki! 🌷
    Til hamingju Stundin, stund allra tíma.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sakna Helga af RÚV, en býð hann samt velkominn í Stundina!
    0
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Samherjaglæpamanninum tókst að rústa teymi rannsóknarblaðamanna hjá RÚV.
    En haldi hann að hann muni sleppa við frekari umfjöllun um glæpi sína, þá skjátlast honum hrapalega.
    Pólitísk eign samherja í sjálfstæðisflokknum hefur ENGIN áhrif innan Stundarinnar og því mun umfjöllunin ekki verða ritskoðuð af FL-okksmönnum.

    Samherji hefur nú þegar komið fyrir tveimur gömlum körlum inn í dómsmálaráðuneytið til að s´opa glæpunum undir teppið, ( ekki var hægt að fórna ungstirninu í það skítverk) en þessum mótleik hafa þeir ekki átt von á.
    Glæpalýðurinn verður látinn svara til saka.
    0
  • Valgerdur Jonsdottir skrifaði



    Gangi þér sem allra best Helgi hlakka til að lesa allt sem þú hefur að segja
    0
  • BJ
    Bjarni Jónsson skrifaði
    Frábært! Til hamingju Stundin, Helgi og við hin! Gangi ykkur vel!
    0
  • Páll Guðfinur Gústafsson skrifaði
    Frábærar fréttir! Til hamingju Stundin með fá besta fréttamann allra tíma!
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Gott mál . Til hamingju Stundin með góðan starfsktaft.
    0
  • TH
    Trausti Hafsteinsson skrifaði
    Frábærar fréttir! Alvöru, heiðarleg rannsóknarblaðamennska hefur aldrei verið nauðsynlegri en nú í þessu litla, spillta þjóðfélagi þar sem flestir miðlar þjóna sérhagsmunum eigenda á kostnað almennings. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef stutt Stundina síðustu árin og mun gera áfram.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Sérlega ánæjulegt að blað með metnað og sanleikan að leiðarljósi skuli geta dafnað og þrifist hvað ætu þá ríkisstirtu bitlinga þegarnir að geta gert?
    0
  • Þorvaldur Gylfason skrifaði
    Glæsilegt.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Frabært!
    0
  • Ásthildur Kjartansdóttir skrifaði
    Frábært.
    0
  • ÁH
    Ásdís Haraldsdóttir skrifaði
    Til hamingju með Helga. Ég gerðist áskrifandi aftur í tilefni dagsins.
    0
  • Björn Þorsteinsson skrifaði
    Saknað af RUV, en gott mál,frábært.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Og enn stækar Stundin,nú mega sko Fávitarnir fara að vara sig,en auðvaldið gleðst ekki og grípur sjálsagt til enn harðari varna.Til hamingju.
    0
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Stundin styrkist við þetta. Nóg um það. Kv
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gott mál enda eru stundin og kjarninn að verða einu fjölmiðlarnir sem maður lítur á sem alvöru.
    0
  • Inga Jona Traustadottir skrifaði
    Segi bara æðislegt 👏 réttur maður á hárréttum stað ... Takk snillingur fyrir að ganga til liðs við Stundina 😃
    0
  • SM
    Sigurður Magnússon skrifaði
    Frábært. Til hamingju!
    0
  • Siggi Rey skrifaði
    Flottur maður á frábærum stað. Til Hamingju Helgi.
    0
  • Kjartan Elísabet skrifaði
    Til hamingju STUNDIN. Góður liðsauki
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár