„Ég hef verið betri,“ sagði Logi Bergmann Eiðsson, útvarpsmaður á K100, við upphaf síðdegisþáttarins sem hann stýrir í dag. „Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“
Logi er einn þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um að hafa brotið á sér. Hún nafngreindi Loga á Instagram-reikningi sínum í síðustu viku en um helgina birtist viðtal við hana í hlaðvarpsþættinum Eigin konur þar sem hún endurtók ásakanirnar án þess að nafngreina neinn þeirra sem áttu í hlut. Í þættinum kom þó ekki fram með skýrum hætti að þetta væri viðbragð við ásökunum.
Ekki hefur náðst í Loga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarið.
Fyrr í dag hafa þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson allir annað hvort látið af störfum eða farið í tímabundið leyfi vegna …
Athugasemdir (1)