Unglingur endaði í fanganýlendu eftir mótmæli

Hann spil­aði Minecraft og var hand­tek­inn vegna meintra tengsla við mót­mæli gegn síð­asta ein­valdi Evr­ópu, Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó.

Unglingur endaði í fanganýlendu eftir mótmæli
Mikita Zalatarou Var sextán ára dæmdur í fimm ára fangelsi vegna ásakana um að hafa hent bensínsprengju.

Mikita Zalatarou var eins og hver annar unglingur, spilaði Minecraft og hlustaði á tónlist, áður en yfirvöld í heimalandi hans, Hvíta-Rússlandi, handtóku hann, pyntuðu og dæmdu til fimm ára fangelsisvistar í fanganýlendu.

Aðdragandi þess var að sumarið 2020 beið Mikita eftir vini sínum á aðaltorgi borgarinnar Homel í suðausturhluta landsins. Nærri honum hafði fólk safnast saman til að mótmæla niðurstöðum forsetakosninganna, þar sem Alexander Lúkasjenkó vann kosningasigur, sem að mati alþjóðlegra eftirlitsaðila var unninn með kosningasvikum.

Í október síðastliðnum var fjallað um að móðir Mikta hefði ekki fengið að heimsækja son sinn í Babruysk-fanganýlendunni. Mikita var dæmdur til enn lengri fangelsisvistar vegna ásakana um að hann hefði beitt fangavörð ofbeldi og hótað öðrum og fjölskyldu hans. Mikita játaði að hafa veitt viðnám og að hafa misst stjórn á tilfinningum sínum, án þess að ætla sér að framfylgja orðum sínum.

Samkvæmt umfjöllun Amnesty International á Íslandi eru til staðar sönnunargögn sem sýna að Mikita kastaði ekki bensínsprengju, heldur hafi hann hlaupið í burtu frá lögreglu þegar áhlaup var gert á torginu.

Amnesty lýsir handtökunni: „Næsta dag birtust lögreglumenn í dyragættinni heima hjá Mikita. Þeir handtóku hann og börðu og ásökuðu hann um að hafa kastað bensínsprengju í áttina að tveimur lögreglumönnum kvöldið áður. Á meðan hann var í gæsluvarðhaldi héldu lögreglumenn honum niðri og börðu með rafkylfu. Mikita var yfirheyrður án þess að lögmaður væri viðstaddur eða annar fullorðinn einstaklingur og sat á bak við lás og slá í sex mánuði áður en hann kom fyrir rétt.“

Amnesty safnar nú undirskriftum til stuðnings frelsunar Mikita.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu