Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Geðhjálp segir fjármuni í geðheilbrigðismál aðeins dropa í hafið

Lands­sam­tök­in Geð­hjálp segja í um­sögn að fjár­laga­frum­varp næsta árs telj­ist von­brigði. Þeir fjár­mun­ir sem ætl­að­ir séu mála­flokkn­um séu langt því frá full­nægj­andi.

Geðhjálp segir fjármuni í geðheilbrigðismál aðeins dropa í hafið
Frumvarpið vonbrigði Geðhjálp segir undirfjármögnun geðheilbrigðismála árum og áratugum saman valda því að eitthvað láti undan. Héðinn Unnsteinsson er formaður Geðhjálpar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Landssamtökin Geðhjálp telja að framlög til geðheilbrigðismála, sem lögð eru til í frumvarpi til fjárlaga næsta árs, hvergi nærri duga til svo hægt sé að takast á við málaflokkinn. Þannig hafi samtökin ítrekað bent á að til margra ára geðheilbrigðismál verið undirfjármögnuð hér á landi. Hlutfall fjármagns til geðheilbrigðismála hafi verið um tólf prósent af heildarfjármagni til heilbrigðismála, en umfang málaflokksins sé um 30 prósent. „Þegar búið er við slíka undirfjármögnun í ár og jafnvel áratugi er ljóst að eitthvað lætur undan.“

Geðhjálp óskar í umsögn um fjárlagafrumvarpið eftir því að samtökin verði sett á fjárlög eða að samningur verði gerður við þau til lengri tíma. Stærstur hluti rekrarfjár samtakanna er sjálfsaflaféa en á bilinu 20 til 30 prósent eru opinberir styrkir. Þeir styrkir hafa komið í  gegnum styrkjakerfi heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis en eru alla jafna ekki ákveðnir fyrr en í febrúar ár hvert. Það skapar mikið óhagræði fyrir samtökin að vita ekki hver opinber framlög verða fyrr en almanaksárið er hafið, segir í umsögninni.

Geðhjálp segir að fjárlagafrumvarp fyrir árið 2022 verði að teljast nokkur vonbrigði, ekki síst í ljósi stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í honum segir: „Við ætlum að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla hópa samfélagsins, ekki síst börn og  ungmenni. Geðheilsuteymi verða efld um land allt, áhrif notenda á þjónustuna aukin, forvarnir bættar og áhersla lögð á að veita fjölbreytta þjónustu sem er miðuð að ólíkum þörfum.“

Ekki hægt að sjá aukningu fjármuna í málaflokkinn

Í fjárlagafrumvarpinu, segir í umsögn Geðhjálpar, skorti sýn til bæði skemmri og lengri tíma í málaflokknum. Margar spurningar vakni við lestur frumvarpsins. Þar á meðal nefna samtökin tímabundna hækkun framlaga til geðheilbrigðisþjónustu, í eitt ár, um 400 milljónir króna. Geðhjálp veltir því fyrir sér í umsögninni hvert það fjármagn eigi að fara. „Í ljósi þess verkefnis og vanda sem landssamtökin Geðhjálp hafa ítrekað bent á sl. misseri og ár er þetta út frá fjárþörf í raun aðeins dropi í hafið.“

„Að setja 100 m.kr. í það verkefni verður að teljast veruleg vonbrigði“
Úr umsögn Geðhjálpar um fjárlagafrumvarpið þar sem fjallað er um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar

Þá er bent á það í umsögn Geðhjálpar að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að settar verði 100 milljónir króna í niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Frumvarp um þá niðurgreiðslu var samþykkt á Alþingi vorið 2020 en hefur verið ófjármagnað síðan. „Að setja 100 m.kr. í það verkefni verður að teljast veruleg vonbrigði. Þess ber að geta að landssamtökin Geðhjálp settu árið 2021 rétt um 28 m.kr. í ráðgjöf og sálfræðiþjónustu sem var opin öllum að kostnaðarlausu. Þetta er meira en fjórðungur þeirrar upphæðar sem hér er lagt er til að verði sett árlega í niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.“

Í fjárlagafrumvarpinu segir einnig að lögð hafi verið áhersla á stóraukna geðheilbrigðisþjónustu. „Landssamtökin Geðhjálp sá ekki þessa stórauknu áherslu á geðheilbrigðisþjónustu. Vissulega hefur verið viðleitni til að gera betur í málaflokknum en miðað við það takmarkaða fjármagn sem sett er í málaflokkinn og það sem kemur fram í þessu fjárlagafrumvarpi og fjármálaátætlun ríkisstjórnarinnar 2022 til 2026 er ekki hægt að tala um aukningu í málaflokkinn,“ segir í umsögninni.

Geðhjálp gerir þá athugasemdir við að einungis sé getin viku frestur til að bera fram athugasemdir við fjárlagafrumvarps næsta árs. Það sé ekki nægilegur tími til að fara ítarlega yfir viðamikið frumvarp, sem feli ekki einungis í sér fjárveitingar heldur einnig stefnuþætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár