Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Leiklistarhátíð, handverksmarkaður og sælgæti

Stund­ar­skrá dag­ana 26. nóv­em­ber til 9. des­em­ber.

Bókverkasýning nemenda við Listaháskólann

Hvar? Bókasafn Listaháskólans í Þverholti

Hvenær? Stendur til 29. nóvember

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Sýning í tengslum við Reykjavík Art Book Fair 2021 þar sem skoða má bókverk sem nemendur Listaháskólans hafa unnið síðasta áratuginn. Riina Paul Finnsdóttir, Sigurður Atli Sigurðsson og Olga Elliot tóku sýninguna saman.

Lókal – Alþjóðleg leiklistarhátíð

Hvar? Tjarnarbíó og víðar

Hvenær? 25. nóvember til 6. desember

Aðgangseyrir? Mismunandi

Alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík sem fagnar töfrunum við verk í vinnslu og allt það nýjasta í sprúðlandi sviðslistasenu er til sýnis. Verkin eru afar fjölbreytt, allt frá símaleikhúsi og mannyrkjustöð til rannsókna um af hverju konur ákveða að eignast ekki börn og heimsþekkta sviðslistahópsins 600 Highwaymen. Samhliða hátíðinni verður einnig gefið út sýnisrit sviðshandrita, Syrpa.

Spilasmiðja

Hvar? Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Hvenær? 4. desember kl. 13–15 

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Spilavinir standa fyrir fjölskylduvænni spilastund þar sem fjöldinn allur af spilum og leikjum verða í boði. Spilin er svo hægt að taka að láni. 

Tove

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? Ýmsir tímar

Aðgangseyrir? 1.690 krónur

Ævisöguleg kvikmynd byggð á lífi hinnar ástsælu Tove Jansson, sem best er þekkt fyrir að vera höfundur Múmínálfa. Kvikmyndin er framlag Finnlands til Óskarsverðlaunanna.

Lista- og handverksmarkaður Gilfélagsins

Hvar? Deiglan, Listagilið á Akureyri

Hvenær? 4. og 5. desember kl. 12–17.  

Aðgangseyrir? 1.690 krónur.

Lista- og handverksmessa, þar sem gestum og gangandi gefst færi á að kaupa verk beint af listafólki.

Konfekt, súkkulaði og sælgæti

Hvar? Norræna húsið

Hvenær? 4. desember kl. 15

Aðgangseyrir? Ókeypis en þarf að panta

Silja Knudsen og Helga Haraldsdóttir kynna girnilegar uppskriftir sem gleðja bragðlaukana yfir jólin. Konfekt, súkkulaði og sælgæti í boði. Gestgjafar árétta þó að hnetur geti leynst í veitingunum.

Bókaspjall

Hvar? Bókasafn Kópavogs

Hvenær? 30. nóvember kl. 20

Aðgangseyrir? Ókeypis en skráning er nauðsynleg

Rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hallgrímur Helgason ræða nýjar skáldsögur sínar og lesa upp. Guðrún Sóley Gestsdóttir stýrir umræðum.

Lífríki í myrkri

Hvar? Myrkraverk gallery á Skólavörðustíg

Hvenær? 27. nóvember–1. desember 

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Myndlistarkonan Ágústa Björnsdóttir opnar sýningu sína, Lífríki í myrkri, þar sem leikið er á mörkum ljóss og myrkurs, illsku og kímnigáfu.

Emil í Kattholti

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? Frá 4. desember

Aðgangseyrir? 5.990 kr.

Hin goðsagnakennda persóna Astrid Lindgren, Emil í Kattholti, stígur á svið í Borgarleikhúsinu frá og með 4. desember. Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir verkinu.

Opin bók

Hvar? Edinborgarhúsið, Ísafirði

Hvenær? 27. nóvember

Aðgangseyrir? Ókeypis, en þarf að panta

Upplestrardagskrá á bókmenntavökunni Opin bók í Edinborgarhúsinu. Höfundarnir sem lesa eru Fríða Ísberg, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Haukur Ingvarsson, Sölvi Björn Sigurðsson, Guðlaug Jónsdóttir (Didda), Eiríkur Örn Norðdahl og Auður Jónsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár