Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.

Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Umboðsmaður Sósíalistaflokksins Baldvin Björgvinsson, umboðsmaður Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, taldi sig sjá mismunandi stærðir á utankjörfundarseðlum. Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn, hefur kært framkvæmd kosninganna til lögreglu á grundvelli frásagnar Baldvins.

Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn í Kópavogi, hefur lagt fram kæru til lögreglunnar vegna „gruns um kosningasvik í Alþingiskosningunum 2021“. Í kærunni er nánar útlistað „hvað gerðist og hvenær“ og þar segir að við talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi í íþróttahúsinu í Kaplakrika „telur umboðsmaður J-lista, Baldvin Björgvinsson, sig hafa séð tvær stærðir af utankjörfundaratkvæðaseðlum í talningarbunkum við talningu“. 

„Ef það er rétt vaknar grunur um kosningasvik,“ segir Geir í kærunni. Nú þegar hefur landskjörstjórn sent fyrirspurn vegna þessa til dómsmálaráðuneytisins og niðurstaða ráðuneytisins var að sú að formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hafi fullyrt ekki var önnur tegund af utankjörfundarseðlum í notkun í kjördæminu en sú sem ráðuneytið útvegaði. 

Geir segir fullyrðingu formannsins ekki vera nóg til að útiloka þann möguleika að önnur stærð af utankjörfundaratkvæðum hafi verið notuð í kosningunni og segir í kærunni að eina leiðin til að staðfesta slíkt sé að „lögregla skoði alla þá 15.148 utankjörfundaratkvæðaseðla sem greiddir voru í SV kjördæmi og athugi hvort þar á meðal finnist utankjörfundaratkvæðaseðlar sem samrýmast ekki þeirri stærð og gerð sem dómsmálaráðuneytið útvegaði fyrir Alþingiskosningar. Ef þar finnast öðruvísi utankjörfundaratkvæðaseðlar, þarf lögreglan að rannsaka ástæðu þess og möguleg kosningasvik.“

Áður hafði Geir og annar meðlimur kjörstjórnar Kópavogs gefið frá sér munnlega greinargerð um annmarka sem þeir fundu í meðhöndlun atkvæða í Kópavogi til kjörstjórnar Kópavogs. Ekkert varð úr þeirri kvörtun Geirs og málið ekki sent áfram til yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis eða landskjörstjórnar.

Sendi erindi á landskjörstjórn

Fyrst hafði Baldvin samband við landskjörstjórn vegna málsins þann 29. september til að fá staðfest hversu stórir utankjörfundaratkvæðaseðlar ættu að vera. Þegar hann hafði fengið svar við þeirri fyrirspurn ákvað hann að senda frá sér ábendingu.

Baldvin sendi ábendingu á landskjörstjórn þann 4. október undir yfirskriftinni: „Formleg ábending um alvarlegan ágalla á talningu í Suðvesturkjördæmi.“ Þar bað hann Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, ritara landskjörstjórnar, að koma þeim upplýsingum sem hann sendi til „réttra aðila, meðal annars til Undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar.“

Upplýsingarnar voru eftirfarandi:

„Baldvin Björgvinsson umboðsmaður J lista Sósíalistaflokks Íslands varð þess áskynja að við talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi voru taldar þrjár stærðir af kjörseðlum. 

1. Venjulegur kjörseðill sem notaður var á kjördag þann 25. September.

2. Kjörseðill sem samræmist málum þeim er Landskjörstjórn vísar til að sé rétt stærð. 

3. Kjörseðill sem er um það bil helmingi minni en sá er kjörstjórn vísar til að sé rétt stærð.“

„Orð á móti orði“

Þá segir einnig í kærunni að þann 22. október hafi lagaskrifstofa Alþingis sent fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um stærð atkvæðaseðla sem notaðir voru í utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna ábendingu Baldvins og þann 25. október hafi borist svar frá ráðuneytinu. 

Í svari ráðuneytisins, sem undirritað var af Bryndísi Helgadóttur og Hjördísi Stefánsdóttur fyrir hönd dómsmálaráðherra, segir að vegna fyrirspurnarinnar hafði ráðuneytið samband við Huginn Frey Þorsteinsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, og samkvæmt upplýsingum frá honum „komu ekki fram við talningu önnur stærð af utankjörfundarseðlum en þeirri sem ráðuneytið lætur í té“. 

Í kærunni sem send var til lögreglu var farið yfir þennan þátt málsins. „Þarna stendur orð á móti orði. Nauðsynlegt er að fá fullnægjandi úrskurð um hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér, umboðsmaður J-lista í SV eða formaður yfirkjörstjórnar i SV. Eina leiðin er að lögreglan skoði alla þá 15.148 utankjörfundaratkvæðaseðla sem greiddir voru í SV kjördæmi og athugi hvort þar á meðal finnist utankjörfundaratkvæðaseðlar sem samrýmast ekki þeirri stærð og gerð sem dómsmálaráðuneytið útvegaði fyrir Alþingiskosningarnar. Ef þar finnast öðruvísi utankjörfundaratkvæðaseðlar, þarf lögreglan að rannsaka ástæðu þess og möguleg kosningasvik.“

Samkvæmt 104. grein laga um kosningar er kjörseðlum eytt eftir að Alþingi hefur úrskurðað um gildi kosninganna og búið er að rannsaka kærur sem Alþingi hafa borist. Það er því ljóst að ef Alþingi berst ekki þessi kæra, til að mynda ef lögreglan lætur málið niður falla eða hún berst of seint, verður kjörseðlum eytt og ekki hægt að rannsaka efni kærunnar.

Kæran eðlilegt framhald

Baldvin Björgvinsson, umboðsmaður Sósíalistaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við Stundina að honum þyki umrædd kæra vera „eðlilegt framhald“ í ljósi þess hvernig dómsmálaráðuneytið svaraði ábendingu hans. „Mér þykir bara fullkomlega eðlilegt að þetta verði skoðað, að atkvæðaseðlarnir verði skoðaðir.“

„Ég veit hvað ég sá,“ segir Baldvin varðandi þau svör formanns yfirkjörstjórnar sem birtust í svari dómsmálaráðuneytisins að við talningu hafi ekki komið fram önnur stærð af utankjörfundarseðlum en ráðuneytið lét í té. Hann segist hafa tekið eftir misræminu þegar farið var yfir vafaatkvæði í lok talningar. Þá hafi hann að eigin sögn staðið um meter frá borðinu þar sem atkvæðin lágu.

Þá segir hann enn fremur að umboðsmönnum kjördæmisins hafi verið gert það „ómögulegt að sannreyna nokkurn skapaðann hlut í talningunni. Við erum bara uppi í stúku“. 

„Við fengum ekki að koma nálægt neinu eftirliti á talningarstað. Okkur er vísað út úr talningunni og upp í stúku af yfirkjörstjórn og við vorum þarna eins og hverjir aðrir almennir borgarar.“

Fylgst með framkvæmd kosninga síðan 2009

Baldvin segir að hann hafi sem umboðsmaður fylgst með framkvæmd kosninga síðan 2009. „Ég hef fylgst með framkvæmd kosninga síðan eftir hrun, fylgst með öllu frá a til ö og ég veit hvað er mikið að framkvæmdinni. Ég hef sjálfur skilað inn mörgum kvörtunum, kærum, ábendingum og athugasemdum. Ekkert af þeim hefur verið tekið til greina með nokkrum hætti eða brugðist við með nokkrum hætti. Þetta lendir allt undir stól og í skúffu.“

Fleiri kærur vegna kosninganna

Fyrr í dag var greint frá því að Jón Þór Ólason, fyrrverandi þingmaður Pírata, sem ekki var í framboði í alþingiskosningunum, hefði kært Inga Tryggvason, formann kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, til lögreglu vegna brota við framkvæmd kosninganna. Ingi var, líkt og komið hefur fram, einn með óinnsigluðum kjörkössum á Hótel Borgarnesi daginn eftir kjördag, áður en atkvæði voru endurtalin.

Áður hafa fleiri kært kosninguna, meðal annars Þorvaldur Gylfason hagfræðingur.

Loks hefur Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki inn á þing, greint frá því að hann muni vísa máli vegna kosninganna alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu ef þess gerist þörf.

Á morgun kemur Alþingi saman eftir að hlé var gert frá fyrsta þingdegi í gær. Þá verður kosið um tillögur kjörbréfanefndar. Meirihluti virðist vera fyrir því að samþykkja að síðari talningin í Norðvesturkjördæmi verði tekin gild.

Minnihluti virðist vera fyrir því að hafa svokallaða uppkosningu, sem myndi þýða að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Það hefði þó í för með sér að uppbótarþingsæti myndu að líkindum breytast og nýir þingmenn koma inn á kostnað þeirra sem nú hafa tekið sæti. Píratar hafa hins vegar farið fram á að kosið verði aftur á öllu landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JKV
    Júlíus K. Valdemarsson skrifaði
    Ég heiti Júlíus K. Valdimarsson ekki Valdemarsson
    kt. 220643-7199
    0
  • HS
    Hafskip slf skrifaði
    Kjörgögnum verður eytt.
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Kjósa verður aftur á öllu landinu, annas verur upplausn í landinu og verðandi ríkisstjórn mun ekki fá vinnufrið ef fólk hattir ekki að vara meðvirkt svindlurunum(ef satt reinist að svindlað hafi vaeið vitrum við hvar það faeðist )Eða þanneigin
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    öll kjörgögn verða brennd í næstu viku . . . keis klósd . . .
    0
  • Íslenska sjallspillingin hefur svínvirkað fyrir okkur allt frá lýðveldistöku 1944.

    Kjósum því áframhaldandi kosningasvindl og FLokkinn.

    ÖSE getur svo hoppað upp í svartnættið á sér.

    Spillingin er góð fyrir okkur....XD.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Ég ráðlegg Kötu Bjarna og Sigga að skifta bara um Þjóð, þessi skríll er ekki á vetur setjandi,fá bara almenilegt fólk eins og þau eiga skilið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.
Yfirkjörstjórn harmar mistök og biðst afsökunar
FréttirAlþingiskosningar 2021

Yfir­kjör­stjórn harm­ar mis­tök og biðst af­sök­un­ar

Yfir­kjör­stjórn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi harm­ar stöð­una sem upp er kom­in vegna mist­aln­ing­ar at­kvæða í kjör­dæm­inu. Hún hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni eft­ir að í ljós kom að ekki var far­ið í einu og öllu eft­ir lög­um við með­ferð at­kvæða­seðla á milli taln­inga. Eng­inn í yfir­kjör­stjórn ætl­ar að tjá sig meira um mál­ið.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár