Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.

Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Umboðsmaður Sósíalistaflokksins Baldvin Björgvinsson, umboðsmaður Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, taldi sig sjá mismunandi stærðir á utankjörfundarseðlum. Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn, hefur kært framkvæmd kosninganna til lögreglu á grundvelli frásagnar Baldvins.

Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn í Kópavogi, hefur lagt fram kæru til lögreglunnar vegna „gruns um kosningasvik í Alþingiskosningunum 2021“. Í kærunni er nánar útlistað „hvað gerðist og hvenær“ og þar segir að við talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi í íþróttahúsinu í Kaplakrika „telur umboðsmaður J-lista, Baldvin Björgvinsson, sig hafa séð tvær stærðir af utankjörfundaratkvæðaseðlum í talningarbunkum við talningu“. 

„Ef það er rétt vaknar grunur um kosningasvik,“ segir Geir í kærunni. Nú þegar hefur landskjörstjórn sent fyrirspurn vegna þessa til dómsmálaráðuneytisins og niðurstaða ráðuneytisins var að sú að formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hafi fullyrt ekki var önnur tegund af utankjörfundarseðlum í notkun í kjördæminu en sú sem ráðuneytið útvegaði. 

Geir segir fullyrðingu formannsins ekki vera nóg til að útiloka þann möguleika að önnur stærð af utankjörfundaratkvæðum hafi verið notuð í kosningunni og segir í kærunni að eina leiðin til að staðfesta slíkt sé að „lögregla skoði alla þá 15.148 utankjörfundaratkvæðaseðla sem greiddir voru í SV kjördæmi og athugi hvort þar á meðal finnist utankjörfundaratkvæðaseðlar sem samrýmast ekki þeirri stærð og gerð sem dómsmálaráðuneytið útvegaði fyrir Alþingiskosningar. Ef þar finnast öðruvísi utankjörfundaratkvæðaseðlar, þarf lögreglan að rannsaka ástæðu þess og möguleg kosningasvik.“

Áður hafði Geir og annar meðlimur kjörstjórnar Kópavogs gefið frá sér munnlega greinargerð um annmarka sem þeir fundu í meðhöndlun atkvæða í Kópavogi til kjörstjórnar Kópavogs. Ekkert varð úr þeirri kvörtun Geirs og málið ekki sent áfram til yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis eða landskjörstjórnar.

Sendi erindi á landskjörstjórn

Fyrst hafði Baldvin samband við landskjörstjórn vegna málsins þann 29. september til að fá staðfest hversu stórir utankjörfundaratkvæðaseðlar ættu að vera. Þegar hann hafði fengið svar við þeirri fyrirspurn ákvað hann að senda frá sér ábendingu.

Baldvin sendi ábendingu á landskjörstjórn þann 4. október undir yfirskriftinni: „Formleg ábending um alvarlegan ágalla á talningu í Suðvesturkjördæmi.“ Þar bað hann Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur, ritara landskjörstjórnar, að koma þeim upplýsingum sem hann sendi til „réttra aðila, meðal annars til Undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar.“

Upplýsingarnar voru eftirfarandi:

„Baldvin Björgvinsson umboðsmaður J lista Sósíalistaflokks Íslands varð þess áskynja að við talningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi voru taldar þrjár stærðir af kjörseðlum. 

1. Venjulegur kjörseðill sem notaður var á kjördag þann 25. September.

2. Kjörseðill sem samræmist málum þeim er Landskjörstjórn vísar til að sé rétt stærð. 

3. Kjörseðill sem er um það bil helmingi minni en sá er kjörstjórn vísar til að sé rétt stærð.“

„Orð á móti orði“

Þá segir einnig í kærunni að þann 22. október hafi lagaskrifstofa Alþingis sent fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um stærð atkvæðaseðla sem notaðir voru í utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna ábendingu Baldvins og þann 25. október hafi borist svar frá ráðuneytinu. 

Í svari ráðuneytisins, sem undirritað var af Bryndísi Helgadóttur og Hjördísi Stefánsdóttur fyrir hönd dómsmálaráðherra, segir að vegna fyrirspurnarinnar hafði ráðuneytið samband við Huginn Frey Þorsteinsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, og samkvæmt upplýsingum frá honum „komu ekki fram við talningu önnur stærð af utankjörfundarseðlum en þeirri sem ráðuneytið lætur í té“. 

Í kærunni sem send var til lögreglu var farið yfir þennan þátt málsins. „Þarna stendur orð á móti orði. Nauðsynlegt er að fá fullnægjandi úrskurð um hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér, umboðsmaður J-lista í SV eða formaður yfirkjörstjórnar i SV. Eina leiðin er að lögreglan skoði alla þá 15.148 utankjörfundaratkvæðaseðla sem greiddir voru í SV kjördæmi og athugi hvort þar á meðal finnist utankjörfundaratkvæðaseðlar sem samrýmast ekki þeirri stærð og gerð sem dómsmálaráðuneytið útvegaði fyrir Alþingiskosningarnar. Ef þar finnast öðruvísi utankjörfundaratkvæðaseðlar, þarf lögreglan að rannsaka ástæðu þess og möguleg kosningasvik.“

Samkvæmt 104. grein laga um kosningar er kjörseðlum eytt eftir að Alþingi hefur úrskurðað um gildi kosninganna og búið er að rannsaka kærur sem Alþingi hafa borist. Það er því ljóst að ef Alþingi berst ekki þessi kæra, til að mynda ef lögreglan lætur málið niður falla eða hún berst of seint, verður kjörseðlum eytt og ekki hægt að rannsaka efni kærunnar.

Kæran eðlilegt framhald

Baldvin Björgvinsson, umboðsmaður Sósíalistaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við Stundina að honum þyki umrædd kæra vera „eðlilegt framhald“ í ljósi þess hvernig dómsmálaráðuneytið svaraði ábendingu hans. „Mér þykir bara fullkomlega eðlilegt að þetta verði skoðað, að atkvæðaseðlarnir verði skoðaðir.“

„Ég veit hvað ég sá,“ segir Baldvin varðandi þau svör formanns yfirkjörstjórnar sem birtust í svari dómsmálaráðuneytisins að við talningu hafi ekki komið fram önnur stærð af utankjörfundarseðlum en ráðuneytið lét í té. Hann segist hafa tekið eftir misræminu þegar farið var yfir vafaatkvæði í lok talningar. Þá hafi hann að eigin sögn staðið um meter frá borðinu þar sem atkvæðin lágu.

Þá segir hann enn fremur að umboðsmönnum kjördæmisins hafi verið gert það „ómögulegt að sannreyna nokkurn skapaðann hlut í talningunni. Við erum bara uppi í stúku“. 

„Við fengum ekki að koma nálægt neinu eftirliti á talningarstað. Okkur er vísað út úr talningunni og upp í stúku af yfirkjörstjórn og við vorum þarna eins og hverjir aðrir almennir borgarar.“

Fylgst með framkvæmd kosninga síðan 2009

Baldvin segir að hann hafi sem umboðsmaður fylgst með framkvæmd kosninga síðan 2009. „Ég hef fylgst með framkvæmd kosninga síðan eftir hrun, fylgst með öllu frá a til ö og ég veit hvað er mikið að framkvæmdinni. Ég hef sjálfur skilað inn mörgum kvörtunum, kærum, ábendingum og athugasemdum. Ekkert af þeim hefur verið tekið til greina með nokkrum hætti eða brugðist við með nokkrum hætti. Þetta lendir allt undir stól og í skúffu.“

Fleiri kærur vegna kosninganna

Fyrr í dag var greint frá því að Jón Þór Ólason, fyrrverandi þingmaður Pírata, sem ekki var í framboði í alþingiskosningunum, hefði kært Inga Tryggvason, formann kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, til lögreglu vegna brota við framkvæmd kosninganna. Ingi var, líkt og komið hefur fram, einn með óinnsigluðum kjörkössum á Hótel Borgarnesi daginn eftir kjördag, áður en atkvæði voru endurtalin.

Áður hafa fleiri kært kosninguna, meðal annars Þorvaldur Gylfason hagfræðingur.

Loks hefur Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki inn á þing, greint frá því að hann muni vísa máli vegna kosninganna alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu ef þess gerist þörf.

Á morgun kemur Alþingi saman eftir að hlé var gert frá fyrsta þingdegi í gær. Þá verður kosið um tillögur kjörbréfanefndar. Meirihluti virðist vera fyrir því að samþykkja að síðari talningin í Norðvesturkjördæmi verði tekin gild.

Minnihluti virðist vera fyrir því að hafa svokallaða uppkosningu, sem myndi þýða að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Það hefði þó í för með sér að uppbótarþingsæti myndu að líkindum breytast og nýir þingmenn koma inn á kostnað þeirra sem nú hafa tekið sæti. Píratar hafa hins vegar farið fram á að kosið verði aftur á öllu landinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JKV
    Júlíus K. Valdemarsson skrifaði
    Ég heiti Júlíus K. Valdimarsson ekki Valdemarsson
    kt. 220643-7199
    0
  • HS
    Hafskip slf skrifaði
    Kjörgögnum verður eytt.
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Kjósa verður aftur á öllu landinu, annas verur upplausn í landinu og verðandi ríkisstjórn mun ekki fá vinnufrið ef fólk hattir ekki að vara meðvirkt svindlurunum(ef satt reinist að svindlað hafi vaeið vitrum við hvar það faeðist )Eða þanneigin
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    öll kjörgögn verða brennd í næstu viku . . . keis klósd . . .
    0
  • Íslenska sjallspillingin hefur svínvirkað fyrir okkur allt frá lýðveldistöku 1944.

    Kjósum því áframhaldandi kosningasvindl og FLokkinn.

    ÖSE getur svo hoppað upp í svartnættið á sér.

    Spillingin er góð fyrir okkur....XD.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Ég ráðlegg Kötu Bjarna og Sigga að skifta bara um Þjóð, þessi skríll er ekki á vetur setjandi,fá bara almenilegt fólk eins og þau eiga skilið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.
Yfirkjörstjórn harmar mistök og biðst afsökunar
FréttirAlþingiskosningar 2021

Yfir­kjör­stjórn harm­ar mis­tök og biðst af­sök­un­ar

Yfir­kjör­stjórn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi harm­ar stöð­una sem upp er kom­in vegna mist­aln­ing­ar at­kvæða í kjör­dæm­inu. Hún hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni eft­ir að í ljós kom að ekki var far­ið í einu og öllu eft­ir lög­um við með­ferð at­kvæða­seðla á milli taln­inga. Eng­inn í yfir­kjör­stjórn ætl­ar að tjá sig meira um mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár