Merking
Mögnuð og margradda framtíðarhrollvekja, þar sem kunnugleikinn er það óhugnanlegasta. Heimspekilega vekjandi, fantavel stíluð og skapar mörgum og mismunandi persónum sannfærandi og mismunandi stíl í Reykjavík nálægrar framtíðar.
Við lestur Merkingar finnst manni oft eins og að nýjasta netstríðið hafi farið algjörlega úr böndunum og niðurstaðan sé hið dystópíska samfélag sem lýst er í bókinni. Eins og maður sé fastur í Kveik-þætti eða heiftúðugri netumræðu um #metoo, Covid-bólusetningar, slaufunarmenningu eða næsta bitbein samfélagsmiðlanna – og það er til marks um styrk sögunnar að hún gengur merkilega vel upp sem táknsaga fyrir flest deiluefni samtímans. Stundum kinkar maður kolli og stundum íhugar maður hvort þurfi kannski að hugsa ákveðna hluti aðeins betur.
Bókin gerist í nálægri framtíð, eftir á að giska tuttugu ár, og hamfarahlýnun hefur greinilega haft sín áhrif á umhverfi Reykjavíkur. Bílar eru sjálfkeyrandi, glæpamenn nota heilógrímur og fólk sendir hvort öðru grömm frekar en skilaboð – en þetta er allt í bakgrunninum, hefur annaðhvort ekki haft teljandi áhrif á líf fólks eða það hefur einfaldlega vanist því. Það eru fyrst og fremst framfarir á sviði sálfræði …
Athugasemdir (2)