Jana Birta Björnsdóttir, listamaður og lífeindafræðingur opnaði nýverið sýninguna Meira en þúsund orð í Duus safnhúsum í Reykjanesbæ. Jana er meðlimur í Tabú feminískri hreyfingu sem beinir spjótum sínum af margþættri mismunum gagnvart fötluðu fólki. Myndlistin hefur alltaf heillað Jönu. Frida Khalo hefur haft mikil áhrif á Jönu Birtu. „Frida var ekki að fela fötlun sína heldur notaði hún hana sem kröftugt viðfangsefni. Saga hennar er mögnuð, hún var líkamlega verkjuð meirihluta ævinnar en skapaði samt svo valdeflandi list,“ segir Jana Birta um fyrirmyndina sína og bætir við „og er ennþá algjört feminískt ækon.“ Mörg verk Jönu eru innblásin af reynslu hennar sem fötluð kona í ableískum* heimi. Hillbilly fékk að forvitnast um sýninguna sem fjallar um einmitt það málefni.
Afhverju myndlist?
En Hillbilly byrjar alltaf á byrjuninni. Aðspurð hvort myndlist hafi verið í kringum Jönu í uppvextinum segir hún svo hafa verið. „Ég var mikið hvött til listsköpunar þegar …
Athugasemdir