Þrjár kvótablokkir fara með 59,73 prósent allra aflaheimilda á Íslandi, samkvæmt nýbirtum tölum Fiskistofu. Það er talsvert meira en áður en auknum loðnukvóta var úthlutað. Þá fóru sömu blokkir samtals með 46,92 prósent aflaheimild. Þetta þýðir að stærstu útgerðirnar eru orðnar enn stærri en áður. Enn er ólokið vinnu við að yfirfara upplýsingar um aflahlutdeild tengdra aðila en sú vinna er hafin hjá Fiskistofu, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar. Það mun breyta hlutdeildartölu hverrar stórútgerðar talsvert, en eins og rakið var í fyrri hluta sjávarútvegsskýrslu Stundarinnar sem fylgdi síðasta tölublaði eru mikil eignatengsl á milli stærstu útgerðanna og minni aðila.
Langt umfram leyfileg mörk
Sú allra stærsta, Brim, er komin yfir leyfilega hámarkshlutdeild í aflaheimildum samkvæmt gögnum Fiskistofu, með samtals 13,2 prósent hlutdeild. Lög kveða á um að einstaka útgerðarfyrirtæki og tengdir aðilar megi bara hafa 12 prósent hlutdeild. Fiskistofa gerði sérstaklega grein fyrir því í tilkynningu þann 3. nóvember að Brim …
Athugasemdir (1)