Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Auka atkvæði fannst í vettvangsferð í Borgarnesi

Und­ir­bún­ings­nefnd fyr­ir rann­sókn kjör­bréfa fór í aðra vett­vangs­ferð í Borg­ar­nes síð­ast­lið­inn mið­viku­dag þar sem fannst gilt at­kvæði í bunka merkt­um auð­um at­kvæð­um. Grun­ur leik­ur á að taln­ing at­kvæða í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafi haf­ist áð­ur en kjör­stöð­um lok­aði. Slíkt er óheim­ilt.

Auka atkvæði fannst í vettvangsferð í Borgarnesi
Ótalið gilt atkvæði fannst Þegar nefndarmenn undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannókn kjörbréfa fór í vettvangsferð í Borgarnes í liðinni viku, fundu þeir gilt atkvæði í bunka merktum auðum atkvæðum.

Í vettvangsferð, sem hluti af undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, fór í Borgarnes síðastliðinn miðvikudag fann nefndin gilt atkvæði í bunka sem var merktur auð atkvæði. Stundin hefur heimildir fyrir þessu. Þá bendir margt til þess að talning atkvæða hafi hafist áður en kjörstöðum lokaði í Norðvesturkjördæmi.

Þetta sýnir fram á enn meiri óvissu með hvernig talningu atkvæða var háttað í Norðvesturkjördæmi. Áður hefur Stundin fjallað um að starfsmenn Hótel Borgarnes höfðu óheftan aðgang að óinnsigluðum atkvæðum í auðum sal hótelsins meðan yfirkjörstjórn var ekki á staðnum eftir að fyrstu talningu lauk. Þá getur lögregla ekki staðfest hvort starfsmennirnir hafi farið að svæðinu sem kjörgögnin voru geymd vegna þess að þeir hurfu úr sjónsviði eftirlitsmyndavéla sem lögregla fékk aðgang að. Þrír starfsmenn tóku þá myndir af eftirlitslausum seðlunum í salnum. 

Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Til skoðunar hvort atkvæði voru talin áður en kjörstaðir lokuðu

Þá er einnig til rannsóknar hjá nefndinni hvort byrjað var að telja atkvæði í Norðvesturkjördæmi áður en kjörstöðum lokaði. Þetta er þó ennþá til skoðunar hjá nefndinni og staðfesting ekki komin enn en þó er ljóst að fyrstu tölum úr kjördæminu var skilað snemma. Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi voru þannig birtar klukkan ríflega tíu mínútur yfir tíu að kvöldi kjördags og voru þá talin atkvæði 5.932 talsins. Óheimilt er að hefja talningu fyrr en öllum kjörstöðum hefur verið lokað, sem gert var klukkan 22:00. Það er því ljóst að hafa hefur þurft gríðarlega hraðar hendur við talninguna, hafi tekist að telja tæplega sex þúsund atkvæði á tíu mínútum. 

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur lokið rannsókn á broti á kosningalögum af hálfu yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Yfirkjörstjórninni hefur verið boðið að ljúka málinu með sektargerð og Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnarinnar fékk hæstu sekt af öllum, upp á 250 þúsund krónur, fyrir að hafa ekki tryggt innsiglingu atkvæða eftir að talningu lauk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.
Yfirkjörstjórn harmar mistök og biðst afsökunar
FréttirAlþingiskosningar 2021

Yfir­kjör­stjórn harm­ar mis­tök og biðst af­sök­un­ar

Yfir­kjör­stjórn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi harm­ar stöð­una sem upp er kom­in vegna mist­aln­ing­ar at­kvæða í kjör­dæm­inu. Hún hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni eft­ir að í ljós kom að ekki var far­ið í einu og öllu eft­ir lög­um við með­ferð at­kvæða­seðla á milli taln­inga. Eng­inn í yfir­kjör­stjórn ætl­ar að tjá sig meira um mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár