Skuldir eignarhaldsfélagsins Dalsdals ehf., sem notað var sem milliliður í viðskiptum með hlutabréf í DV, við fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fóru yfir einn milljarð króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár. Nýjar langtímaskuldir upp á 80 milljónir króna bættust við skuldastööðu Dalsdals ehf. í fyrra. Langtímaskuldir félagsins stóðu í nákvæmlega 1 milljarði í lok árs í fyrra.
Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og eini hluthafi Dalsdals ehf., segir að bæst hafi við skuldirnar í fyrra vegna þess að félagið var í rekstri tengdum viðskiptunum með DV. Hann segir að unnið sé að því að gera félagið upp og að ekki hafi verið ráðist í neinar fjárfestingar inni í því.
Dalsdalur ehf. er félag sem stofnað var til að kaupa og eiga hlutabréf í félaginu Frjálsri fjölmiðlun ehf. sem svo átti og rak dagblaðið DV og heimasíðuna DV.is. Dalsdalur fékk láni hjá fjárfestingarfélagi Björgólfs …
Athugasemdir