Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér

Við fyr­ir­töku í máli á hend­ur Jó­hann­esi Tryggva Svein­björns­syni með­höndlara í gær fór lög­fræð­ing­ur hans fram á að mál­ið yrði rek­ið fyr­ir lukt­um dyr­um. Ragn­hild­ur Eik Árna­dótt­ir, sem Jó­hann­es er ákærð­ur fyr­ir að hafa brot­ið gegn, fer hins veg­ar fram á þing­hald verði op­ið.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér
Segir opið þinghald óréttlátt Lögmaður Jóhannesar Tryggva fer fram á að þinghald í máli á hendur honum vegna kynferðisbrot verði lokað.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, meðhöndlari sem dæmdur var fyrir fjórar nauðganir í janúar síðastliðnum og sætir nú ákæru vegna fimmtu nauðgunarinnar, hefur farið fram á að þinghald í máli á hendur honum verði lokað. Ragnhildur Eik Árnadóttir, konan sem Jóhannes er ákærður fyrir að hafa brotið gegn, hefur hins vegar farið fram á að þinghald í málinu verði opið.

Fyrirtaka í málinu fór fram í gær, miðvikudaginn 29. september. Lögmaður Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, sendi dómara, saksóknara og lögmanni Ragnhildar tölvupóst klukkan 23.11 að kvöldi þriðjudags þar sem hann lýsti þeirri kröfu Jóhannesar að þinghald færi fram fyrir luktum dyrum. Fyrirtaka í málinu fór fram klukkan 14.30 í gær.

Í stjórnarskrá segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði nema að dómari ákveði annað lögum samkvæmt. Í lögum um meðferð sakamála er stuðst við þá grundvallarlöggjöf en tilteknar ástæður þess að dómari geti vikið frá henni. Byggir Steinbergur kröfuna á ákvæðum 10. greinar laga um sakamál en þar segir í a. lið að dómari geti ákveðið að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, „til hlífðar sakborningi, brotaþola, vanadamanni þeirra, vitni eða öðrum er málið varðar“ og í d. lið, sem Steinbergur vísar einnig til, „af velsæmisástæðum“.

Almennt litið svo á að lokað þinghald sé til hagsmuna fyrir brotaþola

Í athugasemdum við frumvarp til laga um meðferð sakamála, sem samþykkt voru sem lög árið 2008, var gerð grein fyrir þeim forsendum sem lágu fyrir við samningu frumvarpsins. Þar segir að „leggja ber áherslu á að hér er um að ræða undantekningar frá fyrrgreindri meginreglu um opinbera málsmeðferð“. Jafnframt er vísað til laga um meðferð opinberra mála sem sett voru árið 1999 og tiltekið að í þeim hafi verið gerðar nokkrar breytingar, meðal annar til þess að „styrkja réttarstöðu brotaþola. Ein af þeim var sú að sá, sem sættir sig ekki við þá ákvörðun dómara að þinghald skuli eftir atvikum vera opið eða lokað, geti krafist þess að hann kveði upp úrskurð um það hvort þinghald skuli háð fyrir luktum dyrum.“ Séu athugasemdir við frumvarpið lesnar má því færa rök fyrir því að vilji löggjafans hafi ekki síst staðið til þess að styrkja stöðu brotaþola hvað varðar afstöðu til þess hvort þinghald fari fram í heyranda hljóði.

„Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu“
Ragnhildur Eik Árnadóttir

Ragnhildur lýsti því í viðtali við Stundina í júlí á þessu ári að hún vildi að þinghald í málinu yrði opið. „Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu, ekki einu sinni eftir að brotaþoli ber vitni. Ef þinghaldið er lokað hefur brotaþoli þannig engan möguleika á að fylgjast með því hvað gerist í málinu, nema með því að tala við réttargæslumanninn sinn, sem ég held að sé eitthvað sem fæstir brotaþolar átti sig á,“ sagði Ragnhildur þá og bætti við að með því að loka þinghaldi væri aðeins verið að taka tillit til geranda og hann þannig varinn fyrir frekara umtali.

Segir opið þinghald „óréttlátt og þungbært“

Í tölvupósti Steinbergs lögmanns tiltekur hann nokkur rök fyrir kröfunni um að þinghald í málinu skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Nefnir hann þar fyrst að með greinargerð ákærða Jóhannesar í málinu muni verða lögð fram gögn úr fyrra dómsmáli á hendur Jóhannesi, sem háð var fyrir luktum dyrum. Ekki gengi að leggja fram gögn úr því máli ef mál Ragnhildar færi fram í heyrandi hljóði. Hins vegar liggur opinberlega fyrir dómur í umræddu máli þar sem farið er all ítarlega yfir málsatvik, skýrslutökur, vitnaleiðslur og röksemdir bæði saksóknara og eins lögmanns Jóhannesar, sem þá eins og nú var Steinbergur.

Í annan stað tilgreinir Steinbergur að meginregla sakamálaréttarfars sé að ákærði sé saklaus uns sekt er sönnuð. Hann sé faðir ungra barna, fjölskyldumaður „og væri það óréttlátt og þungbært gagnvart ákærða og fjölskyldu hans að hafa þinghald í máli þessu opið, enda fyrirséð að málið fái mikla fjölmiðlaumfjöllun sem ótvírætt mun koma til með að hafa neikvæð áhrif á hlutaðeigandi.“

Í þriðja lagi vísar Steinbergur til þess að myndast hafi dómvenja fyrir því að þinghald sé lokað í kynferðisbrotamálum. Lögmenn sem Stundin hefur rætt við benda hins vegar á að sú dómvenja eða meginregla hafi hins vegar skapast fyrst og fremst til að gæta hagsmuna brotaþola en ekki sakbornings. Í þessu máli hefur brotaþoli, sem fyrr segir, gert kröfu um að þinghald verði opið.

Jóhannes var, eins og áður er nefnt, dæmdur fyrir fjórar nauðganir í janúar á þessu ári. Því máli áfrýjaði hann til Landsréttar og er því frjáls ferða sinna, í það minnst þar til málið hefur verið takið fyrir þar sem er á dagskrá 7. október næstkomandi. Athygli vakti á dögunum að Jóhannes ferðaðist til Svíþjóðar og auglýsti þjónustu sína fyrir þarlenda á samfélagsmiðlum. Meðal annars fjallaði sænska Aftonbladet um komu Jóhannesar og þá staðreynd að maður sem dæmdur hefur verið fyrir nauðganir á konum sem leitað höfðu til hans í meðferð við líkamlegum kvillum væri frjáls ferða sinna og enn að bjóða sömu þjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
3
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
4
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
6
Viðtal

Þung­lynd­ið sem viss þráð­ur gegn­um öll verk Gyrð­is

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
7
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár