Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Úr­gang­ur­inn sem fer í GAJA inni­held­ur ein­göngu 70% líf­ræn­an úr­gang, en bæði finnst plast og þung­málm­ar í molt­unni. Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að ein­göngu mætti taka við líf­ræn­um úr­gangi. Stöð­in verð­ur ekki starf­rækt frek­ar á þessu ári.

Sex milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki kröfur starfsleyfis

Nýja 6 milljarða gas- og jarðgerðarstöð Sorpu uppfyllir ekki starfsleyfi Umhverfisstofnunar um rekstur. Í gögnum sem Stundin hefur undir höndum sést hvar óhreinindarhlutfall úrgangsins, sem fer inn í stöðina, er allt of hátt og þar að leiðandi uppfyllir stöðin ekki kröfur sem settar voru af Umhverfisstofnun. Samkvæmt starfsleyfinu má eingöngu lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. Eins og staðan er í dag er eingöngu 70% af þeim úrgangi sem er að fara inn í GAJA lífrænn úrgangur, hin 30% er blandaður úrgangur eins og plast, málmar, kaffihylki og jafnvel raftæki. Úr þessu er Sorpa svo að reyna að búa til moltu. 

Eingöngu 70% af úrgangnum sem fer inn í GAJA er lífrænn úrgangur

Þetta er ekki eina ákvæðið sem Sorpa brýtur gegn. Í starfsleyfinu kemur einnig skýrt fram að engin spilliefni mega fara inn í GAJA. Samkvæmt sömu gögnum sést hvar spilliefni eru að fara inn í vinnsluferli í GAJA.

Raftæki og rafhlöður í lífrænum úrgangi sem fór í GAJA

Samkvæmt starfsleyfi GAJA sem Sorpa fékk vegna rekstur hennar segir að eingöngu megi lífrænn úrgangur fara inn í stöðina. „Sorpu bs. er heimilt að taka á móti allt að 30.000 tonnum á ári af lífrænum heimilisúrgangi og allt að 10.000 tonnum af fljótandi lífrænum heimilisúrgangi til gasvinnslu og jarðgerðar, þ.e. vinnslu á jarðvegsbæti, í gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.“

Flokkunarvélar virka ekki sem skildi

Sorpa fjárfesti um 1,7 milljörðum króna í sérstökum flokkunarvélum sem áttu að vélflokka allan heimilisúrgang á höfuðborgarsvæðinu. Þá byggði Sorpa einnig sérstakt húsnæði undir flokkunarvélarnar. Forsvarsmenn Sorpu hafa farið í alla helstu fjölmiðla landsins og útskýrt þar fyrir almenningi hvernig meðal annars bleyjur, kattasandur og kaffihylki myndu verða flokkað í vélum og búin yrði til hágæða molta úr blönduðum heimilisúrgangi úr ruslatunnum íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Mikið magn af kaffihylkjum má finna í lífrænum úrgangi Sorpu

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að flokkunarvélarnar ná ekki að hreinsa úrganginn nándar nærri vel eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Gögnin sýna að þegar Sorpa fær úrganginn til sín er hann um 50% lífrænn. Eftir að hann hefur svo verið keyrður í gegnum flokkunarvélar Sorpu er hann samt ekki nema 70% lífrænn. Þetta er langt frá því að uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar um starfsleyfi fyrir stöðina.

Umhverfisstofnun segir starfsleyfið sé skýrt 

Stundin spurði Umhverfisstofnun hvort þetta háa hlutfall óhreininda í úrgangi sem var að fara inn í GAJA uppfyllti starfsleyfiskröfur sem settar voru Sorpu segir stofnunin að svo sé ekki.

„Ef það er niðurstaðan þá nei, starfsleyfið er skýrt þar sem fram kemur að þeim er einungis heimilt að taka á móti lífrænum úrgangi í GAJA,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.

Þýðir þetta að Sorpa er í raun búin að vera brjóta skilyrði starfsleyfisins síðan gas- og jarðgerðarstöðin opnaði í ágúst í fyrra. Samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar tilkynnti Sorpa aldrei Umhverfisstofnun á neinum tímapunkti um þetta háa óhreinindarhlutfall á úrganginum sem var að fara inn í stöðina. 

Engin molta notanleg frá byrjun

Í síðasta tölublaði Stundarinnar var greint frá því að allri moltuframleiðslu hefði  hætt þann 12. maí síðastliðinn. Frá þeim degi hefur engin moltuframleiðsla verið í stöðinni. Þá kom upp mygla nú fyrir stuttu og sögðu forsvarsmenn Sorpu að öll framleiðsla hefði fyrst þá verið stöðvuð í GAJA. Því er ekki samræmi í því sem forsvarsmenn Sorpu segja um nákvæmlega hvenær hætt var framleiðslu á moltu í stöðinni. Eftir að myglan kom upp sagði Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við RÚV að það yrði engin framleiðsla allt það ár.

Frá því að stöðin fór formlega í gang í ágúst í fyrra hefur öll molta sem framleidd hefur verið þar verið notuð til landgræðslu á urðunarstað. Þeir sérfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sú útskýring sé bara umhverfisleg bókhaldsbrella og annað orð fyrir að urða moltuna.

Efnið sem Sorpa ætlaði að búa til hágæða moltu úr

Moltan inniheldur þungamálma og plast

Efnamælingar sem Sorpa hefur birt sýna að moltan sem byggðasamlagið framleiðir er mikið menguð af þungmálmum og magn blýs, kadmíums, sinks og nikkels langt yfir leyfilegum mörkum.

Blý er einn þeirra málma sem getur verið hættulegastur umhverfinu og mannfólki. Samkvæmt tölum Sorpu er magn af blýi í moltunni sem þeir framleiða allt að sexfalt meira en leyfilegt er. Leyfilegt er að hafa 120 mg/kg af blýi, en moltan frá Sorpu inniheldur 798 mg/kg. Þá sýna efnaniðurstöður að magn kadmíums sé 29,7 mg/kg, en samkvæmt stöðlum frá Bretlandi er miðað við 1,5 mg/kg. Er því um að ræða allt að tuttugu sinnum meira magn. Sink mælist um 857 mg/kg en á að vera undir 800 mg/kg. Nikkel-magn er að mælast 56 mg/kg en á að vera undir 50 mg/kg. 

Þungmálmar eru ekki eina vandamálið í moltunni, því magn plasts er langt umfram það sem staðlar segja til um. Samkvæmt rannsóknum Sorpu er allt að 1,7 prósent af moltunni plast og gler um 5,5 prósent af moltunni. Ekki var mælt hversu mikið af málmum eða pappír var í moltunni eins og á að gera og getur því verið að óhreinindahlutfalli sé hærra. Samkvæmt stöðlum má moltan eingöngu innihalda 0,12 prósent plast. Er því um að ræða um 15 sinnum meira magn af plasti í moltunni en leyfilegt er. 

Mygla fannst í burðarvirki í glænýrri gas- og jarðgerðarstöð Sorpu

Þegar skoðað er betur hvernig Sorpa mældi magn plasts í moltunni kemur í ljós að ekki er um sérstaklega vísindalega aðferð að ræða. Aðferðin fól í sér að starfsmaður Sorpu tók plast úr moltunni með höndunum og þá eingöngu plast sem er stærra en 2 mm. Er því ekkert plast undir þeirri stærð mælt. Gæti því plasthlutfallið verið enn hærra en tölur Sorpu segja til um. 

Hefði moltunni verið dreift í íslenska náttúru hefði það samsvarað að dreifa árlega 200 tonnum af plasti með moltunni. Þá hefur einnig komið upp vandamál vegna magns E. Coli í moltunni. Sýna þessar niðurstöður því að umtalsvert vandamál er með moltuna sem Sorpa framleiðir og verður fyrirtækið því að urða alla moltuna sem stöðin framleiðir.

Frá 11. mars til 12. maí hefur Sorpa urðað yfir 267 tonn af moltu sem félagið hefur framleitt. Engin molta sem hefur komið úr GAJA hefur staðist gæðakröfur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár