Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hundasveitin: Í leit að besta vininum

Hunda­sam­fé­lag­ið er sam­fé­lag þar sem hunda­eig­end­ur geta með­al ann­ars deilt sög­um og ráð­um og á með­al annarra verk­efna er að aug­lýsa eft­ir týnd­um hund­um, skipu­leggja leit­ir og hjálp­ast að við að finna nýtt heim­ili fyr­ir hunda sem koma úr slæm­um að­stæð­um. Hóp­ur kvenna í Hunda­sam­fé­lag­inu vinn­ur í sjálf­boða­vinnu við að skipu­leggja leit að týnd­um hund­um, og stund­um kött­um og fleiri dýra­teg­und­um, en tug­ir manna taka svo þátt í leit­inni sjálfri. Þessi hóp­ur kall­ast Hunda­sveit­in. Stund­in ræddi við nokkr­ar af kon­un­um sem skipu­leggja leit­ar­starf­ið.

Hundasveitin: Í leit að besta vininum

Berglind Guðbrandsdóttir stofnaði Hundasamfélagið sem Facebook-hóp sumarið 2013 til að hundaeigendur gætu deilt sögum og ráðum. Sama ár bað hún Guðfinnu Kristinsdóttur um að vera meðstjórnandi þegar meðlimir voru orðnir um 2.000. Guðfinna hefur síðan verið virk í samfélaginu, svo sem við að skipuleggja leit að týndum hundum.

Guðfinna á í dag Dandie Dinmont Terrier-hundinn Watson sem hún segir að sé mjög blíður og góður. „Hann hefur hjálpað þó nokkrum hundum sem eru hræddir við aðra hunda við að fá sjálfstraust aftur. Hann er góður í merkjamáli, sem er eins konar tungumál hunda, og þykir ofboðslega gaman að fara til dýralæknisins. Það er mjög algengt að hann neiti að fara út af dýraspítalanum og leggist niður þannig að ég hef þurft að halda á honum út í bíl.“

Guðfinna segist hafa gengið til liðs við Hundasveitina á sínum tíma vegna þess að hún á vini sem hafa týnt og misst …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár