Berglind Guðbrandsdóttir stofnaði Hundasamfélagið sem Facebook-hóp sumarið 2013 til að hundaeigendur gætu deilt sögum og ráðum. Sama ár bað hún Guðfinnu Kristinsdóttur um að vera meðstjórnandi þegar meðlimir voru orðnir um 2.000. Guðfinna hefur síðan verið virk í samfélaginu, svo sem við að skipuleggja leit að týndum hundum.
Guðfinna á í dag Dandie Dinmont Terrier-hundinn Watson sem hún segir að sé mjög blíður og góður. „Hann hefur hjálpað þó nokkrum hundum sem eru hræddir við aðra hunda við að fá sjálfstraust aftur. Hann er góður í merkjamáli, sem er eins konar tungumál hunda, og þykir ofboðslega gaman að fara til dýralæknisins. Það er mjög algengt að hann neiti að fara út af dýraspítalanum og leggist niður þannig að ég hef þurft að halda á honum út í bíl.“
Guðfinna segist hafa gengið til liðs við Hundasveitina á sínum tíma vegna þess að hún á vini sem hafa týnt og misst …
Athugasemdir