Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ástæðu þess að flokkurinn höfði síður til kjósenda í Reykjavík vera að „á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ískyggileg vinstrisveifla, menn eru farnir að tala um Rauðu Reykjavík“ en hann sé þrátt fyrir það með lausn til þess að bregðast við þeirri þróun – að kjósa Miðflokkinn.
Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að Miðflokkurinn geti „hjálpað öðrum flokkum til að koma þeim á rétta braut“ og það sé nú þegar hafið. Þegar hann er beðinn um dæmi nefnir hann að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn séu farnir að tala um það „sem við höfum verið að ræða í fjögur ár; skattamál, loftslagsmál og fleira.“
Taki flokkarnir ekki við þeirri hjálp muni þeir að mati Sigmundar halda áfram „pólitískri eyðimerkurgöngu sinni í „woke“ eða vökulum ríkisstjórnum“. Þá segir hann að verkefnið sé stærra en að hjálpa flokkunum að ná …
Athugasemdir