„Mér finnst fráleitt að lögreglan hafi ekki meiri áhuga á að stöðva svona menn,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getið. „Ég var ekki að kæra hann til þess að fá mögulega einhverja peninga í miskabætur heldur til að stöðva hann.“
Konan segist hafa komist að því í gegnum þriðja aðila að maðurinn væri HIV-smitaður, því hann sagði henni aldrei frá því sjálfur. „Strákur sem hann þekkir vel er frændi góðra vina minna. Hann sagði mér frá þessu þegar hann komst að því að við hefðum sofið saman. Það var hræðilegt.“
Í kjölfarið gerði hún ítrekaðar tilraunir til að ná tali af manninum en hann svaraði henni ekki aftur. „Hann passaði sig á því að láta mig ekki ná í sig. Mér fannst það mjög erfitt og reyndi að elta hann uppi, en ég er fegin því í dag að hafa ekki hitt á hann. Ég var svo …
Athugasemdir