Mikill meirihluti vill að skattar á auðugustu Íslendingana verði hækkaðir. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands. 77 prósent svarenda í könnuninni segja að skattar á þennan hóp eigi að vera hærri en þeir eru núna. Aðeins 5 prósent vilja lækka skatta á auðfólk á meðan 18 prósent vilja halda þeim óbreyttum.
Niðurstöðurnar eru nokkuð afgerandi hvort sem litið er til aldurs, kyns, búsetu, menntunar eða tekna. Eini hópurinn sem er á skjön við aðra samfélagshópa eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Um 37 prósent þeirra sem hugsa sér að kjósa flokkinn í komandi kosningum vilja hærri skatta á þá auðugustu í samfélaginu. Til marks um hversu breytt bilið er á afstöðu kjósenda flokkanna má nefna að næst minnstur stuðningur við skattahækkun er á …
Athugasemdir