Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Einn ríkasti maður Noregs hefur samstarf í laxeldi við eiganda Arnarlax

Kj­ell Inge Røkke, einn rík­asti mað­ur Nor­egs sem einkum hef­ur efn­ast á olíu­vinnslu, hef­ur tek­ið upp sam­starf við lax­eld­isris­ann Salm­ar, eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal. Á með­an bíð­ur Salm­ar eft­ir því hvort fé­lag­ið fær að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði og verða nær ein­rátt í ís­lensku lax­eldi. Røkke og Salm­ar ætla að veðja sam­an á af­l­and­seldi á laxi en hér á landi stund­ar Arn­ar­lax sjókvía­eldi í fjörð­um Vest­fjarða.

Einn ríkasti maður Noregs hefur samstarf í laxeldi við eiganda Arnarlax
Stórfrétt í Noregi

Kjell Inge Røkke, sem er einn ríkasti og þekktasti kaupsýslumaður Noregs, hefur hafið samstarf við laxeldisfyrirtækið Salmar, eiganda Arnarlax á Bíldudal. Þetta er í fyrsta skipti sem Røkke fjárfestir í laxeldi en hann hefur hingað til ekki haft trú á þessum iðnaði. Hann viðurkennir nú að hann hafi haft rangt fyrir sér um laxeldi en fyrirtæki eins og Salmar hafa skilað hluthöfum þess gríðarlegum hagnaði í gegnum árin. 

Um þetta segir Røkke: ,,Ég hélt að laxeldisiðnaðurinn myndi lenda í meiri mótvindi þegar þessi iðnaður var að hefjast; að smásöluverslanir, sem eru kannski bestu innkaupsaðilar í heimi, myndu ekki heimila stórkostlegan hagnað í greininni. En svo sá ég vöxtinn í laxeldinu og þegar ég horfi til þess hvað þessi grein hefur stækkað til allra heimshorna og hvað hún orðið stendur sterk þá verð ég bara að viðurkenna þetta: Ég hafði rangt fyrir mér. " 

,,Ég hafði rangt fyrir mér "

Greint er frá þessu samstarfi í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í dag sem og í norskum fjölmiðlum.

Frétt sem er ,,bomba" 

Norskir fjölmiðlar spara ekki stóru orðin og tala um samvinnuna sem stórfrétt eins og sést á orðalaginu í frétt Dagens Næringsliv um málið: ,,Þeirri frétt sló niður eins og bombu þegar það varð ljóst á fimmtudagsmorgun að tveir af ríkustu mönnum landsins, laxamilljarðamæringurinn Gustav Witzøe og útgerðarmaðurinn, iðjuhöldurinn og olíumilljarðamæringurinn, Kjell Inge Røkke, hafa tekið upp samstarf um að reka aflandseldi á eldi."

Røkke fjárfestir fyrir 1,65 milljarða norskra króna, 23,6 milljarða íslenskra króna í sameiginlegu fyrirtæki fjárfestingarfélags hans, Akker, og Salmar. Þetta fyrirtæki heitir Salmar Aker Ocean. 

Arnarlax vill stóraauka sjóakvíaeldi í fjörðumÁ sama tíma og Salmar telur aflandseldi vera framtíðina vill Arnarlax, þar sem Kjartan Ólafsson er stjórnarformaður, stórauka sjókvíaeldi í fjörðum landsins.

Samvinna um nýja tíma í laxeldi

Um er að ræða samvinnu sem byggir á nýjum tæknilausnum í laxeldi þar sem eldið verður fært út á rúmsjó í geysistórum úthafskvíum, mannvirkjum sem líkjast olíuborpöllum, langt frá landi. Með þessum lausnum telja laxeldisfyrirtækin að laxeldi framtíðarinnar verði umhverfisvænna en það laxeldi sem hingað til hefur verið stundað í sjó, aðallega eldi í sjókvíum sem eru staðsettar nær landi. 

Það er slíkt sjóakvíaeldi sem Salmar stundar hér á landi í gegnum Arnarlax, og mögulega einnig bráðlega í gegnum Arctic Fish ef svo fer að fyrirtækið fái að kaupa norskan eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Salmar hefur lagt fram tilboð í Norway Royal Salmon og er líklegt að því verði tekið. 

Salmar verður því líklega ekki bara stærsti, heldur langstærsti, hagsmunaðilinn í íslensku laxeldi um komandi ár og mun því eiga mestan þátt í að byggja upp sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Samhliða þessu telur Salmar að þess konar laxeldi sé laxeldi fortíðarinnar og vinnur að því að finna umhverfisvænni lausnir til framtíðar. Salmar mun því stunda sjókvíaeldi í fjörðum Íslands en aflandseldi í fyrirtækinu sem félagið stofnar með Røkke. 

Nýir tímar í laxeldi

Gustav Witzøe, forstjóri Salmar, segir í tilkynningunni til norsku kauphallarinnar að samstarfið sé hluti af ákveðnum tímamótum í laxeldisgreininni. ,,Fjárfesting Salmar í aflandseldi markaði upphafið að nýjum tíma í fiskeldi. Við erum mjög glaðir að hefja þetta samstarf með sterku fyrirtæki eins og Aker. Saman munum við leiða þessa þróun og tryggja sjálfbæran vöxt út frá forsendum laxsins. Við ætlum að nýta okkur möguleika sjávarins til að framleiða hollan mat, nota stafræna og umhverfisvæna tækni og tryggja, ásamt samstarfsaðilum okkar sem koma fisknum á markað, matarframleiðslu sem er sjálfbær til framtíðar. Saman getum við tekið næsta tækniskrefið í fiskeldi í sjó og metnaður okkar er hnattrænn."

Forstjóri Aker, Øyvind Eriksen, tekur í svipaðan streng þegar hann segir um þetta. ,,Laxeldisiðnaðurinn stendur frammi fyrir nýjum og sjálfbærari tímum og hefur opnað á að taka í notkum nýjan auðlindagrunn með grænni framleiðslu [...] Við trúum því að saman getum við tekið næsta skref í þróun fiskeldis í sjó, með því að að nota ákveðna tækni og sameiginlega hæfileika okkar til að standa vörð um hafið, velferð fiska og stuðla að sjálfbærum vexti." 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár