Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Norskur eigandi íslenska leigufélagsins Heimstaden hagnaðist um 126 milljarða

Norsk­ur eig­andi ís­lenska leigu­fé­lags­ins Heimsta­den ehf., sem áð­ur hét Heima­vell­ir, jók hagn­að sinn um 55 pró­sent á milli ár­anna 2019 og 2020. Fyr­ir­tæk­ið sem á ís­lenska leigu­fé­lag­ið á nú 116 þús­und íbúð­ir í nokkr­um lönd­um Evr­ópu, með­al ann­ars rúm­lega 1.600 á Ís­landi.

Norskur eigandi íslenska leigufélagsins Heimstaden hagnaðist um 126 milljarða
Segist vera sósíaldemókrati Ivar Tollefsen. hefur verið gagnrýndur fyrir að vinna gegn hagsmunum leigjenda í þeim löndum þar sem fyrirtæki hans starfar. Tollefsen segist hins vegar sjálfur vera sósíaldemókrati sem vilji bjóða fólki upp á gott leiguhúsnæði.

Stærsti hluthafi íslenska leigufélagsins Heimstaden ehf., sem einnig er samnefnt leigufélag í mörgum löndum í Evrópu, hagnaðist um 8,8 milljarða norskra króna í fyrra eða sem svarar tul tæplega 126 milljarða íslenskra króna. Heimstaden ehf. á 1.637 íbúðir á Íslandi, aðallega á höfuborgarsvæðinu. Íslenska leigufélagið var með rúma 3 milljarða króna í leigutekjur í fyrra og hagnaðist um rúman 1 milljarð króna samkvæmt ársreikningi félagsins. 

Heimstaden ehf. hét áður Heimavellir og er stærsta leigufélag landsins en norska félagið Fredriksborg AS gerði öðrum hluthöfum Heimavalla yfirtökutilboð í félagið í fyrrasumar og eignaðist félagið að fulllu fyrir um 17 milljarða króna. Í kjölfarið var nafni Heimavalla breytt í Heimstaden og var fyrirtækið afskráð af íslenska hlutabréfamarkaðnum. 

„Markmið okkar er að einfalda og bæta líf viðskiptavina okkar með því að bjóða upp á vinaleg heimili“
Patrick Hall

Fjallað er um hagnað Fredriksborg AS í norskum fjölmiðlum í dag. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2020 varð opinber í gærkvöld. Hagnaður félagsins jókst um 55 prósent á milli áranna 2019 og 2020. 

8 milljarða hagnaður

Fredriksborg AS seldi svo sænska móðurfélagi Heimstaden-samstæðunnar allt hlutafé í íslenska félaginu Heimstaden ehf. fyrr í sumar fyrir 25 milljarða króna. Mismunurinn á kaup- og söluverði Fredriksborg AS á Heimavöllum var því 8 milljarðar króna. Hagnast félagið því vel á viðskiptum með íslenska leigufélagið. 

Fredriksborg AS er eftir sem áður stærsti óbeini hluthafi íslenska leigufélagsins í gegnum Heimstaden-samstæðuna sem rekur sambærileg leigufélög í Noregi, Svíþóð, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Tékklandi. Félagið gerir mikið út á samfélagslega ábyrgð og hefur forstjóri félagsins, Patrick Hall, meðal annars sagt: „Markmið okkar er að einfalda og bæta líf viðskiptavina okkar með því að bjóða upp á vinaleg heimili.“

Félagið á 116 þúsund íbúðir

Eigandi Frediksborg AS og þar með stærsti hluthafi Heimstaden AS er norski fjárfestirinn og ævintýramaðurinn Ivar Tollefsen sem oftsinnis hefur verið í kastljósi fjölmiðla í Noregi fyrir hvers konar afrek á sviði útivistar.  Hann hefur meðal annars skíðað yfir Grænland og klifið hæstu tinda í fimm heimsálfum á einungis fimm vikum. Tollefsen á í dag 86 prósenta hlut í Heimstaden-samstæðunni í gegnum félagið Fredriksborg. Í fyrra var hann í 805. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi. 

Alþjóðlega leigufélagið Heimstaden, sem íslenska dótturfélagið er hluti af, á nú samtals 116 þúsund íbúðir í áðurnefndum löndum. Íbúðirnar á Norðurlöndum er um 50 þúsund og í Tékklandi á félagið 40 þúsund íbúðir. Reksturinn á Íslandi er því aðeins lítill hluti af heildarrekstri Heimstaden-samstæðunnar eða rúmlega eitt prósent sé horft á heildarumfang leiguíbúðanna sem Heimstaden á. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.
Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
FréttirLeigumarkaðurinn

Stjórn­ar­formað­ur Ölmu seg­ir breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um óþarf­ar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
6
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár