Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Sigmundur Davíð: Besta aðgerðin í loftslagsmálum að Ísland losi sem mest

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir nýja skýrslu Milli­ríkja­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar skrif­aða af „aktív­ist­um“. Stefna ís­lenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um muni fela í sér mestu frels­is­skerð­ingu í ára­tugi og lífs­kjara­skerð­ingu.

Sigmundur Davíð: Besta aðgerðin í loftslagsmálum að Ísland losi sem mest
Segir þá sem benda á loftslagsvandann vera popúlista Sigmundur Davíð segir að umhverfismál séu fórnarlamb þess sem hann kallar nýaldarstjórnmál. Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Við blasir að stjórnvöld munu freista þess að færa aukin völd sín yfir daglegum athöfnum og frelsi almennings frá sóttvörnum og að umhverfismálum á næstunni. Það mun hafa í vör með sér að dregið verði úr landsframleiðslu, skattar og gjöld verði hækkuð og ferðafrelsi heft. Þetta fullyrðir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og segir hann að allt ofantalið muni valda því að lífskjör almennings verði lakari.

Í grein í Morgunblaðinu skrifar Sigmundur Davíð að hann geri ekki lítið úr mikilvægi umhverfismála. Hins vegar séu umhverfismál líklega stærsta fórnarlamb hinna „stórskaðlegu nýaldarstjórnmála“ þar sem allt snúist um umbúðir fremur en innihald. „Er skynsamlegt að nálgast þetta stóra viðfangsefni út frá öfgatrú, spá heimsendi, ýta stöðugt undir ótta, ráðast af offorsi á gagnrýnendur og varpa fram yfirborðskenndum lausnum? Ég held ekki. Ég tel umhverfismál mikilvægari en svo að það sé hægt að eftirláta þau öfgahyggju nýaldarstjórnmálanna,“ skrifar Sigmundur Davíð.

„Ef íslensk stjórnvöld gera það á grundvelli loftslagsstefnu undanfarinna ára mun það fela í sér mestu frelsisskerðingu um áratuga skeið“

Í greininni fullyrðir Sigmundur Davíð að það sé gömul saga og ný að stjórnvöld reynist treg til að gefa eftir völd sem þau hafi tekið sér og að í glímunni við Covid-19 kórónaveiruna hafi verið gengið á frelsi einstaklinganna með þeim rökum að um tímabundið ástand væri að ræða. Í ljósi reynslunnar blasi hins vegar við að stjórnvöld muni nú vilja nýta aukin völd sín í þeim tilgangi að bregðast við loftslagsvandanum. „Ef íslensk stjórnvöld gera það á grundvelli loftslagsstefnu undanfarinna ára mun það fela í sér mestu frelsisskerðingu um áratuga skeið, minnkandi framleiðslu, lífskjaraskerðingu og skila nákvæmlega engum árangri í loftslagsmálum.“

Segir þá sem bendi á tengsl veðurfarshamfara við loftslagsbreytingar vera „popúlista“

Sigmundur Davíð segir að ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sé skrifuð af „aktívistum sem berjast fyrir tilteknum viðbrögðum“. Þá segir hann að skýrslan sé nú sett í samhengi við hamfarir tengdar veðri og hún notuð sem rökstuðningur fyrir heimsendaspám þeim sem tengdar séu loftslagsbreytingum „sem nýaldarpólitíkusar vilja nú gefa nýtt nafn að hætti Orwells og kalla „hamfarahlýnun,“ skrifar Sigmundur Davíð og kallar þá sem benda á tengsl veðurfarshamfara „popúlista“.

IPCC er, þrátt fyrir fullyrðingar Sigmundar Davíðs, vísindanefnd sem hefur það hlutverk að taka saman vísindalegar, tæknilegar, félags- og efnahagslegar upplýsingar um loftslagsbreytingar af mannavöldum, fjalla um vísindalega þekkingu, afleiðingar breytinganna og viðbrögð til að sporna við þeim. Nefndin byggir samantektir sínar af greinum sem birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum. Hún er með öðrum orðum ekki hópur af „aktívistum.“

Forseti loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, Alok Sharma, sagði um liðna helgi að skýrsla IPCC væri alvarlegasta viðvörun sem alþjóðasamfélagið hefði fengið um loftslagsvandann. Í grein á vef Veðurstofu Íslands eru helstu atriði skýrslunnar dregin saman og þar segir meðal annars: „Nú er enn greinilegra en fyrr að athafnir mannkyns eru meginorsök margvíslegra breytinga á loftslagi.“ Þá segir einnig að fyrir liggi ítarleg gögn sem geri það að verkum að ýmsir aftakaatburðir verði algengari og afdrifaríkari, til að mynda meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum. Verði ekki gripið til mikils samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda muni að meðaltali hlýna meira en um 1,5 gráður á celsíus, og jafnvel 2 gráður á celsíus, á öldinni, meða katastrófískum afleiðingum.

Segir stefnuna muni skerða lífskjör

Í greininni víkur Sigmundur Davíð svo að stefnu íslenskra stjórnvalda og gagnrýnir að í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar sé gert ráð fyrir að Ísland setji met í samdrætti losunar gróðurhúsalofttegunda, umfram umsamin markmið á alþjóða vettvangi. Það sé gert þrátt fyrir að Íslendingar hafi minna svigrúm til samdráttar en nokkuð annað land þar eð hær sé hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þeim markmiðum verði ekki náð „nema með því að draga úr framleiðslu innanlands, hækka skatta og gjöld á almenning og leggja á nýja til að stýra neysluhegðun og hefta ferðafrelsi. Minnka landbúnað, draga úr fjölda ferðamanna og fækka ferðum Íslendinga til útlanda. Minni framleiðslu og neyslu má svo augljóslega endurorða sem lakari lífskjör.“

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýndu uppfærða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hafðlega í umsögnum sínum seint á síðasta ári, meðal annars sökum þess að kolefnisgjald væri of lágt og markmið í loftslagsmálum væru ekki lögbundin. Þá kom fram í skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi fyrir árið 2019, sem skilað var í apríl á þessu ári, að þrátt fyrir að losun á gróðurhúsalofttegundum hefði dregist saman um tvö prósent milli ára væri vantað verulega upp á að markmið Íslands með þátttöku í Parísarsamkomulaginu næðust.

Vesturlönd hafi, skrifar Sigmundur Davíð, dregið úr eigin losun með því að færa framleiðslu til landa sem framleiði vörur með kolabruna. Því sé raunin sú að best sé fyrir loftslagsmál heimsins að sem mest sé framleitt á Íslandi. Ekki sé hægt að hverfa af braut framfara. Heimurinn þurfi miklu meiri endurnýjanlega orku og þar geti Ísland nýtt tækifæri sín mun betur. „Það mun þýða að losun landsins aukist í stað þess að minnka en á heimsvísu mun það draga úr losun, reynast það besta sem við getum gert í loftslagsmálum og bæta lífskjör Íslendinga.“

Þess ber að geta að 29. júlí síðastliðinn kláraði mannkynið allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á einu ári, samkvæmt greiningu Global Footprint Network. Síðstu fjórtán daga höfum við því verið að ganga á auðlindirnar og munum gera svo út árið, 1,75 sinnum hraðar en vistkerfi jarðar geta endurnýjað sig. Dagurinn bar upp á sama dag í ár og árin 2018 og 2019 og hefur aldrei verið fyrr á árinu. Á síðasta ári bar daginn upp á 22. ágúst og þurfti að fara aftur til ársins 2005 til að finna dæmi þess að dagurinn væri svo seint á árinu. Verulegur viðsnúningur hefur því orðið aftur, nú til hins verra, milli ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
5
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
7
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
„Það er enginn dómari í eigin sök“
9
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
6
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
9
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
10
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu