Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Covid-smit greindist hjá starfsmanni farsóttarhótels

Starfs­mað­ur­inn smit­að­ist lík­lega ekki við vinnu sína. Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðu­mað­ur far­sótt­ar­húsa, seg­ir að heil vakt þurfi að fara í sótt­kví. Hann und­ir­býr flutn­ing fólks af hót­el­inu í önn­ur far­sótt­ar­hús.

Covid-smit greindist hjá starfsmanni farsóttarhótels
Segir að málum verði reddað Gylfi Þór segir að kannski hafi bara verið um tímaspursmál að ræða hvenær upp kæmi smit hjá starfsmanni.

Starfsmaður í farsóttarhúsi Rauða krossins sem rekið er á Fosshóteli Barón greindist með Covid-19 um hádegisbil í dag. Sex aðrir starfsmenn eru komnir í sóttkví vegna þessa og starfsemi farsóttarhússins í uppnámi. Er þetta í fyrsta skipti sem starfsmaður farsóttarhúsanna smitast frá því þau voru opnuð.

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir í samtali við Stundina að verið sé að bregðast við tíðindunum. „Það kom upp smit hjá hótelstarfsmanni sem hefur unnið í móttöku á einu af hótelunum okkar. Það smit virðist hafa komið utan frá, það er ekki af farsóttarhótelinu, en óneitanlega setur þetta eitthvað af okkar starfsfólki í sóttkví. Ég er akkúrat þessa stundina að vinna aðgerðaráætlun um hvað við gerum og hvernig.“

„Við höfum fengið til okkar 900 Covid sýkta þannig að það var nú kannski bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast“

Gylfi segir að smit starfsmannsins snerti samstarfsfók hans sem nú er komið í sóttkví. Sömuleiðis þurfa fjölskyldumeðlimir í það minnsta einhverra starfsmannanna einnig að fara í sóttkví. „Við fyrstu sýn virðist þetta snerta einhverja sex starfsmenn, sem eru í raun heil vakt hjá okkur. Þetta mun hafa töluverð áhrif á þetta hótel sem um ræðir og við erum að vinna að því með rakningarteyminu að því að leysa þetta vandamál með góðum hætti. Það er ómögulegt að segja hversu marga aðra, fjölskyldur starfsmanna til að mynda, þetta snertir.“

Að sögn Gylfa er þetta í fyrsta skipti sem starfsmaður farsóttarhúss hefur greinst með Covid-19 kórónaveiruna. „Við höfum fengið til okkar 900 Covid sýkta þannig að það var nú kannski bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast.“

Smitið gæti kallað á að fleira starfsfólk verði fengið til starfa við farsóttarhúsin, að sögn Gylfa. Það er þó ekki ljóst á þessari stundu. „Þetta gæti líka kallað á að við þurfum að færa þá gesti sem eru á þessu hóteli eitthvað annað, ég er að vinna í því. Við reddum þessu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár