Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Covid-smit greindist hjá starfsmanni farsóttarhótels

Starfs­mað­ur­inn smit­að­ist lík­lega ekki við vinnu sína. Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðu­mað­ur far­sótt­ar­húsa, seg­ir að heil vakt þurfi að fara í sótt­kví. Hann und­ir­býr flutn­ing fólks af hót­el­inu í önn­ur far­sótt­ar­hús.

Covid-smit greindist hjá starfsmanni farsóttarhótels
Segir að málum verði reddað Gylfi Þór segir að kannski hafi bara verið um tímaspursmál að ræða hvenær upp kæmi smit hjá starfsmanni.

Starfsmaður í farsóttarhúsi Rauða krossins sem rekið er á Fosshóteli Barón greindist með Covid-19 um hádegisbil í dag. Sex aðrir starfsmenn eru komnir í sóttkví vegna þessa og starfsemi farsóttarhússins í uppnámi. Er þetta í fyrsta skipti sem starfsmaður farsóttarhúsanna smitast frá því þau voru opnuð.

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir í samtali við Stundina að verið sé að bregðast við tíðindunum. „Það kom upp smit hjá hótelstarfsmanni sem hefur unnið í móttöku á einu af hótelunum okkar. Það smit virðist hafa komið utan frá, það er ekki af farsóttarhótelinu, en óneitanlega setur þetta eitthvað af okkar starfsfólki í sóttkví. Ég er akkúrat þessa stundina að vinna aðgerðaráætlun um hvað við gerum og hvernig.“

„Við höfum fengið til okkar 900 Covid sýkta þannig að það var nú kannski bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast“

Gylfi segir að smit starfsmannsins snerti samstarfsfók hans sem nú er komið í sóttkví. Sömuleiðis þurfa fjölskyldumeðlimir í það minnsta einhverra starfsmannanna einnig að fara í sóttkví. „Við fyrstu sýn virðist þetta snerta einhverja sex starfsmenn, sem eru í raun heil vakt hjá okkur. Þetta mun hafa töluverð áhrif á þetta hótel sem um ræðir og við erum að vinna að því með rakningarteyminu að því að leysa þetta vandamál með góðum hætti. Það er ómögulegt að segja hversu marga aðra, fjölskyldur starfsmanna til að mynda, þetta snertir.“

Að sögn Gylfa er þetta í fyrsta skipti sem starfsmaður farsóttarhúss hefur greinst með Covid-19 kórónaveiruna. „Við höfum fengið til okkar 900 Covid sýkta þannig að það var nú kannski bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast.“

Smitið gæti kallað á að fleira starfsfólk verði fengið til starfa við farsóttarhúsin, að sögn Gylfa. Það er þó ekki ljóst á þessari stundu. „Þetta gæti líka kallað á að við þurfum að færa þá gesti sem eru á þessu hóteli eitthvað annað, ég er að vinna í því. Við reddum þessu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár