Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son og Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir segja gríð­ar­leg­an hagn­að bank­anna tek­inn úr vasa al­menn­ings og ís­lenskt fjár­mála­kerfi sé risa­stór baggi á sam­fé­lag­inu. Skrúfa þurfi fyr­ir sjálf­töku bank­anna úr vös­um lands­manna.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu
Segja bankana ganga í vasa almennings Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja tölur sýna að fjármálakerfið líti á fólkið í landinu sem fóður eða auðlind sem hægt sé að ganga í að vild.

Íslenskt fjármálakerfi er risastór baggi á samfélaginu, blóðsuga sem sýgur úr því allt líf. Gríðarlegur hagnaður bankanna er tekinn úr vasa landsmanna og þeir gjörningar eru á fullri ábyrgð stjórnvalda. Kjósendur sem hafa fengið sig fullsadda á því að hafa bankana á fóðrum verða því að beina atkvæði sínu að öðrum stjórnmálaflokkum en hafa farið með valdataumana hér á landi síðustu áratugi.

Þetta skrifa Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, í aðsendri grein á Vísi. Þau Ragnar Þór og Ásthildur vanda stjórnvöldum og bankakerfinu ekki kveðjurnar í greininni, líkt og rakið er hér að framan. Benda þau á að hagnaður bankanna á fyrri hluta þessa árs nemi samanlagt 37 milljörðum króna. Það sé fáránlega há tala, ekki síst í því ástandi sem í dag ríki í heiminum.

„Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild“

Greinarhöfundar segja nauðsynlegt að átta sig á að umræddur hagnaður verði ekki til úr engu heldur sé tekinn af fólkinu, heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Þannig hafi stýrivextir lækkað verulega á síðustu misserum en á sama tíma hafi sú lækkun skilað sér seint og illa út í samfélagið. Þegar stýrivextir hafi síðan verið hækkaðir hafi bankarnir hins vegar verið fljótir að hækka vexti sína. Verði hagnaður bankanna viðlíka á seinni hluta ársins jafngildi það því að hver einstaklingur í landinu leggi 200 þúsund krónur í púkkið til bankakerfisins. „Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild.“

Peningar sem samfélagið þarf sárlega á að halda

Í greininni er bent á að verði hagnaður bankanna álíka á seinni hluta ársins muni þeir hagnast um 70 milljarðar króna. Fyrir þá fjármuni mætti til að mynda byggja heilt hátæknisjúkrahús eða fjármagna rekstur allra dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu og eiga samt 14 milljarða króna til að bæta í. Greinarhöfundar segjast gera sér grein fyrir að dæmið sé ekki svo einfalt en nauðsynlegt sé að sýna fram á hversu gríðarlegir fjármunir séu fastir inni í bankakerfinu, „þegar samfélagið þarf svo sárlega á þeim að halda“.

Þá er rakið að á þeim tólf árum sem liðin séu frá því að bankakerfið var endurreist, með atbeina stjórnvalda, eftir efnahagshrunið, hafi hagnaður þeirra verið 900 milljarðar króna. Á þeirri upphæð hafi ríkissjóður fengið 145 milljarða í skatta en 725 milljarðar séu hreinn hagnaður. „Hvernig væri þjóðfélagið ef þessu væri snúið við? Ef fjárfestarnir hefðu fengið 145 milljarða, sem er flottur hagnaður, en við, þjóðin, 725 milljarðana? Það má leiða að því líkum að þá væri staðan betri í fjársveltum grunnstoðum samfélagsins, eins og í heilbrigðismálum og menntakerfinu, svo ekki sé minnst á aðbúnað aldraðra, svo örfá dæmi sé tekin.“

„Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft“

Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja að nú sé nóg komið. „Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft.“ Stjórnvöld beri alla ábyrgð á þessu framferði bankanna. Hins vegar sé ljóst að fæstir flokkar á Alþingi hafi döngun í sér til að fara gegn bönkunum og kjósendur sem hafi fengið nóg af framgangi þeirra verði því að beina atkvæðum sínum annað.

„Væri það ekki stórkostlegt ef næsta ríkisstjórn myndi stöðva óheftan aðgang bankanna að „auðlindinni“ heimilin? Eða létu þá að minnsta kosti greiða fullt verð fyrir sem næmi 90% af hagnaði þeirra á ári hverju svo hægt væri að nýta hann til samfélagslegra verkefna.“

 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár