Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son og Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir segja gríð­ar­leg­an hagn­að bank­anna tek­inn úr vasa al­menn­ings og ís­lenskt fjár­mála­kerfi sé risa­stór baggi á sam­fé­lag­inu. Skrúfa þurfi fyr­ir sjálf­töku bank­anna úr vös­um lands­manna.

Formenn VR og Hagsmunasamtaka heimilanna: Bankarnir eru blóðsuga á samfélaginu
Segja bankana ganga í vasa almennings Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja tölur sýna að fjármálakerfið líti á fólkið í landinu sem fóður eða auðlind sem hægt sé að ganga í að vild.

Íslenskt fjármálakerfi er risastór baggi á samfélaginu, blóðsuga sem sýgur úr því allt líf. Gríðarlegur hagnaður bankanna er tekinn úr vasa landsmanna og þeir gjörningar eru á fullri ábyrgð stjórnvalda. Kjósendur sem hafa fengið sig fullsadda á því að hafa bankana á fóðrum verða því að beina atkvæði sínu að öðrum stjórnmálaflokkum en hafa farið með valdataumana hér á landi síðustu áratugi.

Þetta skrifa Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, í aðsendri grein á Vísi. Þau Ragnar Þór og Ásthildur vanda stjórnvöldum og bankakerfinu ekki kveðjurnar í greininni, líkt og rakið er hér að framan. Benda þau á að hagnaður bankanna á fyrri hluta þessa árs nemi samanlagt 37 milljörðum króna. Það sé fáránlega há tala, ekki síst í því ástandi sem í dag ríki í heiminum.

„Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild“

Greinarhöfundar segja nauðsynlegt að átta sig á að umræddur hagnaður verði ekki til úr engu heldur sé tekinn af fólkinu, heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Þannig hafi stýrivextir lækkað verulega á síðustu misserum en á sama tíma hafi sú lækkun skilað sér seint og illa út í samfélagið. Þegar stýrivextir hafi síðan verið hækkaðir hafi bankarnir hins vegar verið fljótir að hækka vexti sína. Verði hagnaður bankanna viðlíka á seinni hluta ársins jafngildi það því að hver einstaklingur í landinu leggi 200 þúsund krónur í púkkið til bankakerfisins. „Þessar tölur sýna fram á að litið er á okkur, fólkið í landinu, sem einhverskonar fóður eða „auðlind“ sem þeir geta gengið í að vild.“

Peningar sem samfélagið þarf sárlega á að halda

Í greininni er bent á að verði hagnaður bankanna álíka á seinni hluta ársins muni þeir hagnast um 70 milljarðar króna. Fyrir þá fjármuni mætti til að mynda byggja heilt hátæknisjúkrahús eða fjármagna rekstur allra dvalar- og hjúkrunarrýma á landinu og eiga samt 14 milljarða króna til að bæta í. Greinarhöfundar segjast gera sér grein fyrir að dæmið sé ekki svo einfalt en nauðsynlegt sé að sýna fram á hversu gríðarlegir fjármunir séu fastir inni í bankakerfinu, „þegar samfélagið þarf svo sárlega á þeim að halda“.

Þá er rakið að á þeim tólf árum sem liðin séu frá því að bankakerfið var endurreist, með atbeina stjórnvalda, eftir efnahagshrunið, hafi hagnaður þeirra verið 900 milljarðar króna. Á þeirri upphæð hafi ríkissjóður fengið 145 milljarða í skatta en 725 milljarðar séu hreinn hagnaður. „Hvernig væri þjóðfélagið ef þessu væri snúið við? Ef fjárfestarnir hefðu fengið 145 milljarða, sem er flottur hagnaður, en við, þjóðin, 725 milljarðana? Það má leiða að því líkum að þá væri staðan betri í fjársveltum grunnstoðum samfélagsins, eins og í heilbrigðismálum og menntakerfinu, svo ekki sé minnst á aðbúnað aldraðra, svo örfá dæmi sé tekin.“

„Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft“

Þau Ragnar Þór og Ásthildur segja að nú sé nóg komið. „Fjármálakerfið er ekki lífæð samfélagsins, heldur risastór baggi á því. Blóðsuga sem sýgur úr því allt líf og allan kraft til að næra sig sjálft.“ Stjórnvöld beri alla ábyrgð á þessu framferði bankanna. Hins vegar sé ljóst að fæstir flokkar á Alþingi hafi döngun í sér til að fara gegn bönkunum og kjósendur sem hafi fengið nóg af framgangi þeirra verði því að beina atkvæðum sínum annað.

„Væri það ekki stórkostlegt ef næsta ríkisstjórn myndi stöðva óheftan aðgang bankanna að „auðlindinni“ heimilin? Eða létu þá að minnsta kosti greiða fullt verð fyrir sem næmi 90% af hagnaði þeirra á ári hverju svo hægt væri að nýta hann til samfélagslegra verkefna.“

 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár