„Ég er ekki með lykilinn að lífshamingjunni en ég veit alveg hvað það er að vera hamingjusamur; allavega stundum,“ segir Arndís Hrönn Egilsdóttir leikkona. „Ég held að hamingjan sé einhvers konar sátt. Stundum er eins og hamingjan komi aftan að manni og í gegnum einhverjar rifur. Allt í einu upplifir maður stundum hamingjutilfinningu eða einhverja tengslatilfinningu, hvort sem það er til dæmis við aðrar manneskjur, náttúruna eða í gegnum tónlist.
Sterkasta hamingjutilfinningin sem ég man eftir er þegar ég átti dóttur mína og var að keyra heim af fæðingardeildinni og mér fannst ég aldrei hafa séð himininn eins fallegan. Hann var allt öðruvísi en venjulega og hann var öðruvísi á litinn. Ég hafði örugglega séð svona fallegan himin áður en þarna fannst mér ég aldrei hafa séð neitt eins fallegt. Mér fannst allt einhvern veginn hafa breytt um lit. Það er hamingjutilfinning. Svo getur maður líka fengið hamingjutilfinningu upp úr …
Athugasemdir