Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Metaðsókn hjá tjaldsvæðum í júlí þrátt fyrir faraldur

Tjald­svæði um land allt hafa þurft að fækka gest­um með litl­um fyr­ir­vara vegna nýrra sótt­varn­ar­að­gerða. Kröf­ur um upp­lýs­inga­gjöf geta ver­ið íþyngj­andi að sögn að­stand­enda tjald­svæð­anna.

Metaðsókn hjá tjaldsvæðum í júlí þrátt fyrir faraldur
Hamrar á Akureyri Metfjöldi hefur sótt tjaldstæðið í júlí að sögn aðstandenda. Mynd: Andreas H

Júlí hefði orðið metmánuður hjá tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri hefði nýjustu sóttvarnaraðgerðir ekki litið dagsins ljós. Á Hallormsstað er þessi mánuður þegar sá fjölmennasti sem sést hefur. Þetta segja yfirmenn á þessum tjaldsvæðum.

„Miðað við fyrri hluta júlí vorum við með yfir fjórtán þúsund fleiri gistinætur en í fyrra. Ef þetta hefði haldið svoleiðis áfram hefðum við klárlega slegið met,“ segir Tryggvi Marínósson hjá tjaldsvæðinu Hömrum um þá gífurlegu aðsókn sem verið hefur í sumar. „Núna verður það væntanlega ekki,“ segir hann, enda botninn sleginn úr. Gestum hafi fækkað úr um tvö þúsund á nóttu niður í um þrjú hundruð manns sem nú eru á svæðinu.

Nýjar sóttvarnarreglur tóku nýverið gildi á Akureyri með tilheyrandi áhrifum á tjaldsvæði bæjarins. Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar er biðlað til íbúa að leita annað en að Hömrum eftir útivist og afþreyingu í ljósi nýjustu takmarkanna vegna Covid.

Gestir spyrja sig tvisvar um gagnaöflun og skráningu

Hamrar eru með stærri tjaldsvæðum landsins og geta þar gist hátt í þriðja þúsund gesta þegar mest er. „Þetta er náttúrulega hörmung,“ segir Tryggvi um rekstur tjaldsvæða í ástandinu sem verið hefur. „Við lentum líka í svona bröttum takmörkunum í fyrra á fimmtudegi fyrir verslunarmannahelgi, þá vorum við líka með fullt tjaldsvæði og þurftum að fækka um fleiri hundruð manns með skömmum fyrirvara.“

„Maður skilur sjónarmiðin bak við þetta þótt þetta geti verið íþyngjandi“

Meðal nýrra ráðstafana núna nefnir hann skráningu allra gesta með nafni, kennitölu, heimilisfangi og síma. „Maður skilur sjónarmiðin bak við þetta þótt þetta geti verið íþyngjandi,“ segir Tryggvi. Ekki séu allir gestir sáttir með þær ráðstafanir. „Það kemur fyrir að menn spyrji sig tvisvar hvers vegna við þurfum allar þessar upplýsingar.“

Meðal nýjunga í þessari fjórðu bylgju faraldursins er að börn niður í sex ára eru skráð sem hluti af þeim hámarksfjölda sem gista má í hverju sóttvarnarhólfi. 

Júlí þegar orðinn metmánuður í Hallormsstaðaskógi

Bergrún Þorsteinsdóttir hjá tjaldsvæðinu Hallormsstaðaskógi segir svipaða sögu og Tryggvi. Þessi mánuður er tvímælalaust stærsti júlímánuður sem þau hafa séð. Fækkað hefur gífurlega hjá þeim undanfarna daga en Bergrún spyr sig hvort það sé ekki helst við veðurguðina að sakast.

„Við búum svo vel að vera með mörg klósetthús og getum þess vegna raðað gestum í fleiri hólf,“ útskýrir Bergrún. „Því er ekki að fagna á öllum tjaldsvæðum og því getur munurinn verið mikill.“ Með sínum fjölmörgu klósetthúsum geta tjaldsvæðin í Atlavík og Höfðavík, sem bæði eru í Hallormsstaðaskógi, boðið til sín allt að sjö hundruð manns í góðri sátt við sóttvarnalög, segir Bergrún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár