Kona sem fékk stefnu senda frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni fyrir meiðyrði segist hafa upplifað aðferðir lögmannsins sem fjárkúgun. Hún hafi þurft að verja sig fyrir dómstólum í þrjú ár með því að sanna að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims og skólafélaga á barnsaldri. Hún var loks sýknuð í Hæstarétti vorið 2018, nær þremur árum eftir að hafa verið stefnt.
Nýverið sendi Vilhjálmur út sex kröfubréf fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, Ingós Veðurguðs, vegna ummæla um meint brot hans sem hafa verið til umræðu. Hann er nú hættur með mál Ingólfs, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi. Vilhjálmur hefur áður vakið athygli fyrir sambærileg mál þar sem umræða á samfélagsmiðlum um meint kynferðisbrot hefur leitt til málaferla. Formaður Lögmannafélagsins tjáði sig af þessu tilefni og varaði við að fólk samkenndi lögmenn þeim sjónarmiðum og hagsmunum sem þeir gæta fyrir skjólstæðinga sína. Eðli starfsins leiði sjaldan til …
Athugasemdir