Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Upplifði þriggja ára meiðyrðamál sem fjárkúgun

Hild­ur Arn­ar hvet­ur fólk til að semja ekki fái það stefnu frá Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni lög­manni fyr­ir meið­yrði. Eft­ir þriggja ára mála­ferli var hún sýkn­uð í Hæsta­rétti fyr­ir að lýsa kyn­ferð­isof­beldi fjöl­skyldu­með­lims og skóla­fé­laga í lok­uð­um Face­book-hóp. Vil­hjálm­ur seg­ir mál­ið hafa ver­ið rek­ið hratt og ör­ugg­lega og í sam­ræmi við lög og regl­ur.

Upplifði þriggja ára meiðyrðamál sem fjárkúgun
Hildur Arnar Hildur segir að erfitt hafi verið að rifja upp atvik úr æsku sinni fyrir dómstólum. Mynd: Heida Helgadottir

Kona sem fékk stefnu senda frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni fyrir meiðyrði segist hafa upplifað aðferðir lögmannsins sem fjárkúgun. Hún hafi þurft að verja sig fyrir dómstólum í þrjú ár með því að sanna að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims og skólafélaga á barnsaldri. Hún var loks sýknuð í Hæstarétti vorið 2018, nær þremur árum eftir að hafa verið stefnt.

Nýverið sendi Vilhjálmur út sex kröfubréf fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, Ingós Veðurguðs, vegna ummæla um meint brot hans sem hafa verið til umræðu. Hann er nú hættur með mál Ingólfs, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi. Vilhjálmur hefur áður vakið athygli fyrir sambærileg mál þar sem umræða á samfélagsmiðlum um meint kynferðisbrot hefur leitt til málaferla. Formaður Lögmannafélagsins tjáði sig af þessu tilefni og varaði við að fólk samkenndi lögmenn þeim sjónarmiðum og hagsmunum sem þeir gæta fyrir skjólstæðinga sína. Eðli starfsins leiði sjaldan til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu