Elísabet Anna Cochran, grafískur hönnuður til fjörutíu ára, mætir korteri of snemma til viðtals á skrifstofu Stundarinnar. Hún er áberandi vel til höfð í rauðköflóttri dragt og með tösku sem gerð er úr áföstum opnurum af gosdósum. Elísabet var lengi vel í framvarðasveit grafískra hönnuða hér á landi, býr yfir áratuga reynslu og naut mikillar velgengni í starfi. Hún starfaði ekki eingöngu sem hönnuður heldur einnig sem hönnunarstjóri, framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofa. Elísabet er hönnuður á heimsmælikvarða, er margverðlaunuð og hefur hlotið bæði verðlaun og viðurkenningar hérlendis og á alþjóðavísu. Sem dæmi hlaut hún fyrst Íslendinga hin eftirsóttu Clio-verðlaun sem veitt eru í Bandaríkjunum ár hvert.
Þrátt fyrir glæsilegan feril og viðurkenningar er hún ekki auðfundin í leitarvélum, á veraldarvefnum né í símaskránni. Eftir þó nokkra eftirgrennslan og tölvupóstsamskipti við hina ýmsu aðila komst ég í samband við Elísabetu og hún tjáði mér með yfirvegun í símtali að hún hafi …
Athugasemdir