Áhugasöm fyrirtæki geta enn sótt um leyfi til olíuleitar við Íslandsstrendur og hafa stjórnvöld ekki tekið ákvörðun um annað þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu eins stjórnarflokksins.
Ríkisstjórn Grænlands lýsti því yfir í júlí að allri olíuleit við strendur landsins yrði hætt, enda þyrftu stjórnvöld ríkis á Norðurslóðum að „taka hamfarahlýnun alvarlega“. Engin olía hefur enn fundist við landið, en möguleikinn á tilvist auðlinda hefur lengi vakið vonir um að slíkur iðnaður gæti styrkt efnahag landsins. Bráðnun hafíss vegna hækkandi hitastigs gæti bætt aðgengi á svæðinu, en rannsóknir benda til þess að jafngildi 17,5 milljarða olíutunna og gjöfular gaslindir séu þar til staðar.
„Framtíðin er ekki í olíu,“ sagði ríkisstjórn Grænlands í yfirlýsingu, þar sem fram kom að hún vildi taka þátt í að berjast gegn hamfarahlýnun. „Framtíðin liggur í endurnýtanlegum orkugjöfum og að því leytinu til höfum við mikið að vinna.“
Jafnaðarflokkurinn Inuit Ataqatigiit tók nýlega við völdum og hefur einnig …
Athugasemdir