Öld niðurlægingarinnar er hugtak sem er nauðsynlegt að skilja til að átta sig á þeirri stöðu sem kínverski kommúnistaflokkurinn hefur í hugum almennings. Um er að ræða rúmlega hundrað ára tímabil frá miðri 19. öld þegar vesturveldin og Japanir hersátu og tvístruðu landi Kínverja sem hafði verið helsta menningarþjóð og stórveldi Austur-Asíu í þúsundir ára.
Þessu tímabili niðurlægingar kínversku þjóðarinnar lauk formlega árið 1949 þegar landið var á ný sameinað en í þetta sinn undir stjórn Kommúnistaflokksins. Indverski stjórnmálafræðingurinn Pratap Bhanu Mehta, sem hefur sérhæft sig í samanburði á risunum tveimur í Asíu, segir sláandi hversu mikil áhersla sé lögð á þessa niðurlægingu á öllum stigum kínversks samfélags í dag.
„Hún er algjör þungamiðja í allri söguskoðun Kínverja. Menntakerfið er byggt í kringum hana,“ segir Mehta í nýlegri grein í blaðinu Indian Express. „Meira að segja ef við lítum á minnismerki má sjá að þau eru öll viljandi hönnuð af …
Athugasemdir