Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gler loks endurunnið að hluta á Íslandi eftir yfir 30 ára bið

Þó verð­ur ein­göngu lít­ill hluti glers­ins end­urunn­inn þar til árs­ins 2023.

Gler loks endurunnið að hluta á Íslandi eftir yfir 30 ára bið
Loksins í endurvinnslu Ný lög kveða á um endurvinnslu glers, en það hefur ekki verið endurunnið í áratugi. Mynd: Shutterstock

Í þau rúmlega 30 ár sem Íslendingar hafa flokkað og skilað gleri hefur ekkert af því farið í endurvinnslu. Ísland er eina ríki Evrópu sem endurvinnur ekkert af sínum glerúrgangi. Fyrstu markmið Evrópusambandsins voru sett árið 2001, en þá var krafa um að ná 15% af öllu gleri í endurvinnslu. Það markmið var svo hækkað umtalsvert árið 2012, eða upp í 60%. Ísland hefur aldrei verið nálægt þeim markmiðum. Markmiðin hækka svo í 75% fyrir árið 2030. 

Nýverið samþykkti Alþingi Íslands frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingar á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota drykkjarvöruumbúða. 

Með lagabreytingunni mun umsýslugjald á drykkjarvörum í gleri hækka, en það er gjald sem drykkjarframleiðendur og -innflytjendur borga af hverri glerflösku. Í yfir 30 ár hefur þetta gjald verið svo lágt að það taldist ekki fjárhagslega hagkvæmt fyrir Endurvinnsluna hf. að endurvinna gler, en það fyrirtæki hefur einkarétt á söfnun drykkjarumbúða á Íslandi. Var því bjórflaskan aldrei aftur að gleri, heldur voru fundin önnur not fyrir hana. Meðal hluthafa í Endurvinnslunni hf. eru Ölgerðin og Coca Cola á Íslandi.

Erfitt verður að sjá hvort Ísland muni ná að standa við markmið sem sett voru fyrir níu árum síðan með þessari aðgerð. Þegar gleri er safnað, til dæmis á endurvinnslustöðvum Sorpu, er því blandað við múrbrot, flísar, postulín og fleira. Engin nákvæm tölfræði er til um hversu nákvæmlega mikið magn af gleri fellur til árlega á Íslandi.

Gler endurnýtt á Íslandi til að stöðva rottugang

Árið 1989 hóf Endurvinnslan hf. starfsemi, það sama ár gat fólk skilað inn gosflöskum úr gleri og fengið greitt fyrir. Hér áður fyrr tóku gosframleiðendur aftur við flöskum. Þær flöskur voru þvegnar og notaðar aftur í framleiðsluferlinu hjá þeim. Það ferli hætti og urðu því allar glerumbúðir einnota. Árið 2016 hóf Sorpa loks að setja upp grenndargáma víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem íbúar þess gátu flokkað sérstaklega gler. Fyrir þann tíma var stór hluti alls glers á Íslandi urðað. Hjá Endurvinnslunni hf. safnaðist mikið magn af glerflöskum og var tekin sú ákvörðun að ekki að reyna að koma þeim í endurvinnslu, heldur endurnýtingu. Á Íslandi er gler endurnýtt meðal annars til að stöðva rottugang á urðunarstöðum og til landfyllingar. Blaðamaður Stundarinnar spurðist fyrir hjá umhverfisstofnunum Svíþjóðar og Noregs um hvort þar í landi væri notast við gler á urðunarstöðum til að berjast gegn rottugangi. Sögðu stofnanirnar að þær hefðu aldrei heyrt til þess og efuðust um að hægt væri að kalla þá aðferð endurnýtingu. Í dag er mikið af gleri safnað í safnhaug á Álfsnesi, en áætlað er að nota það við gerð Sundabrautarinnar, ef af henni verður.

Umhverfislega hagkvæmt að endurvinna gler

Verkfræðistofan Efla gerði vistferilsgreiningu á söfnun og endurvinnslu glers árið 2014 fyrir Endurvinnsluna hf. og Úrvinnslusjóð. Í henni kom skýrt fram að það væri umhverfislega hagkvæmt að endurvinna gler. Gler er 100% endurvinnanlegt og er hægt að endurvinna það nánast endalaust aftur og aftur. Með því að endurvinna gler sparast mikil orka, þar sem ekki þarf að ná í nýjar auðlindir til að búa til nýtt gler. Þrátt fyrir að niðurstöður skýrslunnar hafi verið afgerandi var ekki farið í endurvinnslu.

„Það er mjög dýrt að endurbræða gler og það kostar mengun að endurvinna það“

Í samtali við Stundina segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar hf., að kostnaðurinn hafi einfaldlega verið of mikill við að endurvinna glerið. „Það er einfaldlega mjög dýrt að endurvinna glerið,“ segir Helgi. Árið 2017 setti ráðherra á fót starfshóp sem átti að koma með tillögur um hvernig mætti stuðla betur að endurvinnslu glerumbúða. Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðu árið 2018 og var niðurstaðan sú sama og skýrsla verkfræðistofunnar Eflu hafði bent á fjórum árum áður. Starfshópurinn var hins vegar ekki að hvetja til þess að grípa strax til aðgerða, heldur mælti hann með því að endurvinnsla á gleri myndi ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021.

Sagði að endurvinnsla á gleri væri bæði dýr og mengandi

Í grein í Fréttablaðinu frá árinu 2012 sagði Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunar hf., að það væri bæði mengandi og dýrt að endurvinna gler. „Það er mjög dýrt að endurbræða gler og það kostar mengun að endurvinna það. Og þá kemur alltaf upp spurningin: Hvað viltu ganga langt og hvenær er verið að vernda umhverfið? Er þetta umhverfisvænt eða ekki?“ Þeirri spurningu var svarað tveimur árum síðar þar sem kom skýrt fram í vistferilsgreiningu Eflu að söfnun og endurvinnsla á gleri væri umhverfislega hagkvæm. Var því niðurstaða Eflu þvert á það sem framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar hf. hélt fram. 

Ekkert úrvinnslugjald er á gleri í dag

Úrvinnslugjald er lagt á langflestar neytendaumbúðir á Íslandi, eins og allar umbúðir úr plasti og pappír. Á það gjald að standa undir þeim kostnaði sem verður vegna söfnunar, flokkunar og endurvinnslu á umbúðunum. Hins vegar er ekkert úrvinnslugjald lagt á glerumbúðir, eins og glerkrukkur. Hefur því ekki verið til fjármagn fyrir endurvinnslufyrirtækin til að senda glerið til endurvinnslu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að setja úrvinnslugjald á allar umbúðir, en engar áætlanir voru þar til margra ára um að hefja gjaldtöku á úrvinnslugjaldi fyrir gler. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa innflutningsaðilar og framleiðendur á vörum sem koma í glerumbúðum mótmælt því að sérstakt gjald verði lagt á þær umbúðir. Þessir sömu innflutningsaðilar eiga fulltrúa í stjórn Úrvinnslusjóðs sem tekur ákvarðanir um hvaða vörur skulu bera úrvinnslugjald. Ný lög, sem hafa nú verið samþykkt á Alþingi, munu leiða til þess að úrvinnslugjald verður lagt á glerumbúðir árið 2023.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár