Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Borgarstjóri leggur til 400 milljóna króna fjárframlag til sumarstarfa

Að­sókn í Vinnu­skóla Reykja­vík­ur er mun meiri en var áð­ur en Covid-19 far­ald­ur­inn braust út.

Borgarstjóri leggur til 400 milljóna króna fjárframlag til sumarstarfa
Meira fjármagn til að fjölga störfum Borgarstjóri hefur lagt til að ríflega 400 milljónum króna verði veitt til að fjölga sumarstörfum, sem viðbragði við kórónaveirufaraldrinum. Mynd: Reykjavik.is

Borgarstjóri hefur lagt til að 413 milljónum króna verði veitt aukalega í aðgerðir til að skapa sumarstörf fyrir ungt fólk og vegna fjölgunar nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur. Um aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins er að ræða. Fast að því eitt þúsund fleiri umsóknir um störf hjá Vinnuskólanum hafa borist í ár miðað við árið 2019, áður en kórónaveirufaraldurinn skall á.

Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar var lögð fram á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Í tillögunni er gert ráð fyrir að 278 milljónir verði færðar af liðnum ófyrirséð og til sumarstarfa fyrir 17 ára og námsmenn 18 ára og eldri. Áætlað er að kostnaður borgarinnar nemi 147 milljónum króna vegna starfa fyrir 17 ára fólk og 131 milljón króna vegna starfa námsmanna eldri en 18 ára.

Þá er lagt til að fjárheimildir vegna Vinnuskóla Reykjavíkur verði hækkaðar um 135 milljónir króna vegna fjölgunar nemenda þar. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að aðsókn í Vinnuskólann sé töluvert meiri en var fyrir kórónaveirufaraldurinn. Þannig var fjöldi nemenda sumarið 2019 um 2.300 talsins en skráðir nemendur við skólann 4. júní síðastliðinn voru tæplega 3.300 talsins. Er sá fjöldi svipaður og síðasta sumar. Launakostnaður vegna fleiri nemenda nemur 78 milljónum króna, launakostnaður vegna fjölgunar starfsfólks er 45 milljónir og annar rekstrarkostnaður vegna fjölgunar nemenda er 12 milljónir króna. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár