Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Borgarstjóri leggur til 400 milljóna króna fjárframlag til sumarstarfa

Að­sókn í Vinnu­skóla Reykja­vík­ur er mun meiri en var áð­ur en Covid-19 far­ald­ur­inn braust út.

Borgarstjóri leggur til 400 milljóna króna fjárframlag til sumarstarfa
Meira fjármagn til að fjölga störfum Borgarstjóri hefur lagt til að ríflega 400 milljónum króna verði veitt til að fjölga sumarstörfum, sem viðbragði við kórónaveirufaraldrinum. Mynd: Reykjavik.is

Borgarstjóri hefur lagt til að 413 milljónum króna verði veitt aukalega í aðgerðir til að skapa sumarstörf fyrir ungt fólk og vegna fjölgunar nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur. Um aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins er að ræða. Fast að því eitt þúsund fleiri umsóknir um störf hjá Vinnuskólanum hafa borist í ár miðað við árið 2019, áður en kórónaveirufaraldurinn skall á.

Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar var lögð fram á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Í tillögunni er gert ráð fyrir að 278 milljónir verði færðar af liðnum ófyrirséð og til sumarstarfa fyrir 17 ára og námsmenn 18 ára og eldri. Áætlað er að kostnaður borgarinnar nemi 147 milljónum króna vegna starfa fyrir 17 ára fólk og 131 milljón króna vegna starfa námsmanna eldri en 18 ára.

Þá er lagt til að fjárheimildir vegna Vinnuskóla Reykjavíkur verði hækkaðar um 135 milljónir króna vegna fjölgunar nemenda þar. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að aðsókn í Vinnuskólann sé töluvert meiri en var fyrir kórónaveirufaraldurinn. Þannig var fjöldi nemenda sumarið 2019 um 2.300 talsins en skráðir nemendur við skólann 4. júní síðastliðinn voru tæplega 3.300 talsins. Er sá fjöldi svipaður og síðasta sumar. Launakostnaður vegna fleiri nemenda nemur 78 milljónum króna, launakostnaður vegna fjölgunar starfsfólks er 45 milljónir og annar rekstrarkostnaður vegna fjölgunar nemenda er 12 milljónir króna. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár