Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt

Rík­is­stjórn­in stóð ekki við fyr­ir­heit í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar á kjör­tíma­bil­inu. Vísi­tölu til verð­trygg­ing­ar verð­ur held­ur ekki breytt, en verð­bólga hef­ur ekki ver­ið meiri í átta ár.

Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt
Formenn stjórnarflokkanna Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu, var kveðið á um skref til afnáms verðtryggingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útséð er orðið um að breytingar verði á verðtryggingu fasteignalána á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Frumvarp sem takmarka átti notkun verðtryggingar var sent aftur til ríkisstjórnar á síðustu dögum Alþingis og verður því ekki aftur til meðferðar fyrir þingkosningar í haust.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks, mælti fyrir áliti þess efnis frá meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar laugardaginn 12. júní. „Í ljósi þeirra umsagna sem bárust um málið leggur meirihlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem það sæti skoðun í ljósi framkominna athugasemda,“ segir í álitinu.

Skref til afnáms verðtryggingar er þannig eitt þeirra stefnumála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem ekki verður að veruleika á kjörtímabilinu. Ákall hefur verið um afnám verðtryggingar frá bankahruni þegar verðtryggð húsnæðislán hækkuðu verulega vegna mikillar verðbólgu. Síðan þá hafa óverðtryggð lán orðið vinsælli og eru nú meira en helmingur þeirra lána sem bankar og lífeyrissjóðir veita til heimila. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
4
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu