Marek Moszczynski var í gær fundinn ósakhæfur og því sýknaður af refsikröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir að hafa kveikt í byggingu á Bræðraborgarstíg og þar með orðið þremur að bana og ollið fleirum tjóni.
Samkvæmt dómnum eru honum þó gert að greiða brotaþolum tæplega 30 milljónir króna í bætur fyrir brot sín þrátt fyrir að hann var metinn ósakhæfur. Dómurinn byggir bæturnar á grundvelli lagabálks úr Jónsbók frá árinu 1281. „Ef óðr maðr brýst ór böndum ok verðr hann manns bani, þá skal bæta af fé hans … ef til er … En ef óðr maðr særir mann, þá skal arfi uppi láta vera sárbætr ok læknisfé af fé hins óða,“ segir í Jónsbók.
Guðbrandur Jóhannesson, réttargæslumaður brotaþola, segir þetta vera sanngirnisreglu sem kveði á um að þó svo að einstaklingur sé dæmdur ósakhæfur eigi þeir að bæta fyrir það …
Athugasemdir