Svokölluð „skæruliðadeild“ Samherja taldi Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra til eins þeirra sem „stæðu í kringum“ útgerðina í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu í Namibíu. Þetta kemur fram í samskiptum Örnu Bryndísar Baldvins McClure lögmanns og Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem ásamt Þorbirni Þórðarsyni almannatengli mynduðu „skæruliðadeildina“, eins og hún var kölluð í samtölum þeirra.
Þetta kom fram í samtölum þeirra eftir umfjöllun Stundarinnar um „læk“ Kristjáns Þórs við skrif Ingunnar Björnsdóttur, doktor í lyfjafræði og dósent við Háskólann í Ósló, á Facebook, þar sem hún gagnrýndi RÚV harðlega fyrir umfjöllun um Seðlabankamál Samherja sem og Namibíumálið svokallaða.
Páli var falið að stappa stálinu í Ingunni, enda höfðu þau áður verið í samskiptum og …
Athugasemdir