Meirihlutinn í borgarstjórn vísaði frá tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur um að veitt yrði auknu fjármagni til að efla fræðslu og forvarnir til grunnskólabarna um skaðsemi klámáhorfs. Röksemdin fyrir því að tillagan var felld var sú að nú þegar væri unnið að slíkum forvörnum á ýmsum stöðum innan borgarkerfisins.
Á fundi borgarstjórnar síðastliðinn þriðjudag lagði Kolbrún til að borgarstjórn veitti auknu fjármagni til kennara, starfsfólks frístundaheimila og ráðgjafarteymis um kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi í þessu skyni. Þá þyrfti að styðja við bakið á samtökum sem veiti foreldrum og forsjáraðilum stuðning. „Skóla- og frístundasvið, skólastjórnendur, starfsfólk frístundaheimila og hagsmunasamtök barna og foreldra þurfa nú að taka höndum saman með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu og styrkja foreldra til að setja börnum sínum viðeigandi reglur og fylgjast grannt með net- og tölvunotkun barna sinna.“
Í greinargerð með tillögunni var vísað til niðurstaðna könnunar um klám og klámáhorf grunnskólabarna sem Rannsókn og …
Athugasemdir