Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samþykktu ekki fjárframlög til fræðslu um klámáhorf

Til­laga Flokks fólks­ins um aukna fjár­muni til að efla fræðslu og for­varn­ir til grunn­skóla­barna um skað­semi klámá­horfs var vís­að frá af borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um.

Samþykktu ekki fjárframlög til fræðslu um klámáhorf
Skilur ekki rökin Kolbrún sagðist ekki skilja með hvaða rökum tillögunni hefði verið vísað frá.

Meirihlutinn í borgarstjórn vísaði frá tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur um að veitt yrði auknu fjármagni til að efla fræðslu og forvarnir til grunnskólabarna um skaðsemi klámáhorfs. Röksemdin fyrir því að tillagan var felld var sú að nú þegar væri unnið að slíkum forvörnum á ýmsum stöðum innan borgarkerfisins.

Á fundi borgarstjórnar síðastliðinn þriðjudag lagði Kolbrún til að borgarstjórn veitti auknu fjármagni til kennara, starfsfólks frístundaheimila og ráðgjafarteymis um kynferðisofbeldi í skóla- og frístundastarfi í þessu skyni. Þá þyrfti að styðja við bakið á samtökum sem veiti foreldrum og forsjáraðilum stuðning. „Skóla- og frístundasvið, skólastjórnendur, starfsfólk frístundaheimila og hagsmunasamtök barna og foreldra þurfa nú að taka höndum saman með það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu og styrkja foreldra til að setja börnum sínum viðeigandi reglur og fylgjast grannt með net- og tölvunotkun barna sinna.“

Í greinargerð með tillögunni var vísað til niðurstaðna könnunar um klám og klámáhorf grunnskólabarna sem Rannsókn og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu