Uppgjör umboðsmanns: Vildi alltaf verða málsvari litla mannsins
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Uppgjör umboðsmanns: Vildi alltaf verða málsvari litla mannsins

Tryggvi Gunn­ars­son er hætt­ur sem um­boðs­mað­ur Al­þing­is eft­ir að hafa ver­ið við­loð­andi embætt­ið í 33 ár. Hann vildi ung­ur verða „mál­svari litla manns­ins“ og hef­ur þess ut­an starf­að við að veita vald­höf­um að­hald. Hann tók á skip­un­um dóm­ara, Lands­rétt­ar­mál­inu og leka­mál­inu og þurfti ít­rek­að að verj­ast ágangi valda­mesta fólks lands­ins. Eitt skipt­ið hringdi for­sæt­is­ráð­herr­ann í hann með slík­um yf­ir­gangi að breyta þurfti regl­um um sam­skipti ráða­manna við um­boðs­mann. „Í mínu starfi hef ég feng­ið fjölda ábend­inga vegna svona sím­tala,“ seg­ir hann.

Á móti mér situr Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis til tuttugu og þriggja ára. Það er þögn og við mælum hvort annað út, ég, blaðamaðurinn með tveggja ára reynslu í starfi og umboðsmaðurinn sem hefur allt í allt þrjátíu og þriggja ára reynslu af embættinu og þar að auki er aldursmunurinn á milli okkar um þrjátíu og sex ár. 

Hann er klæddur í hversdagslega skyrtu, gallabuxur og primaloft úlpu. Hann tjáir mér að hann sé vanalega ekki klæddur á þennan hátt. Ég hafði einmitt hugsað mér Tryggva sem mann sem myndi mæta í viðtal í jakkafötum og með bindi. „Ég er vanalega í gúmmístígvélum,“ segir hann og gerir mér þar með ljóst að hann er ekki allur þar sem hann er séður hann Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaðurinn sem má gjarnan finna á traktor á sveitabæ sínum, Syðri-Rauðalæk í Rangárþingi ytra, eða úti í hesthúsi að fara yfir lögfræði við hrossin og hundinn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár