Á móti mér situr Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis til tuttugu og þriggja ára. Það er þögn og við mælum hvort annað út, ég, blaðamaðurinn með tveggja ára reynslu í starfi og umboðsmaðurinn sem hefur allt í allt þrjátíu og þriggja ára reynslu af embættinu og þar að auki er aldursmunurinn á milli okkar um þrjátíu og sex ár.
Hann er klæddur í hversdagslega skyrtu, gallabuxur og primaloft úlpu. Hann tjáir mér að hann sé vanalega ekki klæddur á þennan hátt. Ég hafði einmitt hugsað mér Tryggva sem mann sem myndi mæta í viðtal í jakkafötum og með bindi. „Ég er vanalega í gúmmístígvélum,“ segir hann og gerir mér þar með ljóst að hann er ekki allur þar sem hann er séður hann Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaðurinn sem má gjarnan finna á traktor á sveitabæ sínum, Syðri-Rauðalæk í Rangárþingi ytra, eða úti í hesthúsi að fara yfir lögfræði við hrossin og hundinn …
Athugasemdir