„Dönsk stjórnvöld álíta sem svo að ég hafi rænt dóttur minni,“ segir Eva Dögg Guðmundsdóttir sem um síðustu áramót ákvað að senda dóttur sína ekki til íslensks föður síns í Danmörku heldur skrá hana til heimilis hjá sér hér á landi. Landsréttur hefur nú úrskurðað að senda eigi dóttur hennar til Danmerkur þar sem útkljá eigi deilur foreldranna um búsetu hennar. Öll þrjú eru íslenskir ríkisborgarar og fyrir liggur samkomulag um lögheimilisskráningu hjá sýslumanni, sem gerir ráð fyrir að stúlkan hafi heimili hjá móður.
Deilt er um hvort að nýtt munnlegt samkomulag hafi komist á milli foreldranna sem hún hafnar. Héraðsdómur kemst að niðurstöðu að svo sé en Landsréttur staðfesti þann úrskurð án þess að fjalla sérstaklega um það. Engin skrifleg gögn virðast til sem sýna fram á breytt samkomulag.
„Þjóðskrá var búin að skoða málið og úrskurðaði að það væri heimilt að skrá dóttur mín á mitt heimilisfang,“ segir …
Athugasemdir