Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarflokkarnir með yfir helmings fylgi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur mæl­ast með 51,3 pró­senta fylgi í nýrri könn­un. Ei­lít­ið fleiri segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina. Flokk­ur fólks­ins næði ekki inn á þing mið­að við nið­ur­stöð­urn­ar.

Stjórnarflokkarnir með yfir helmings fylgi
Stjórnin héldi velli Ríkisstjórnin myndi halda velli ef kosningaúrslit yrðu eins og niðurstöður nýrrar MMR könnunar. Mynd: Skjáskot af RÚV

Óverulegar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka milli kannanna MMR og flestar eru breytingarnar innan vikmarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi flokka á landinu en dalar þó lítillega milli kannana. Vinstri græn standa því sem næst í stað en Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,6 prósenta fylgi, 3,1 prósentustigi lægra en í síðustu könnun MMR sem birt var 28. apríl síðastliðinn. Breytingin á fylgi flokksins dansar á línunni með að vera marktæk en efri vikmörk könnunarinnar með 95 prósenta öryggisbili eru 28,6 prósent.

Stjórnarflokkarnir þrír njóta mests fylgis kjósenda því Vinstri græn mælast með 13,1 prósenta fylgi, 0,2 prósentustigum hærra en síðast, og Framsóknarflokkinn styðja 12,6 prósent aðspurðra en síðast mældist flokkurinn með stuðning 10,5 prósent stuðning. Samtals styðja því yfir helmingur aðspurðra, 51,3 prósent, ríkisstjórnarflokkana þrjá. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist eilítið meiri, 55,1 prósent og dalar um 1,1 prósentustig frá fyrri könnun.

Píratar mælast með mest fylgi stjórnarandstöðuflokkanna, 11,3 prósent, og bæta við sig 1,7 prósentustigum frá síðuatu mælingu. Samfylkingin dalar örlítið, mælist nú með stuðning 10,9 prósenta aðspurðra sem er 0,4 prósentustigum lægra en síðast. Viðreisn bætir við sig fylgi usem nemur 1,8 prósentustigi og mælist nú með 10,6 prósenta stuðning.

Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn mælast með nákvæmlega sama fylgi, 5,7 prósenta stuðning, en þau tíðindi urðu í síðustu könnun MMR að Sósíalistar mældust þá með meiri stuðning en Miðflokkur, 6 prósenta stuðning borið saman við 5,8 prósenta stuðning við Miðflokkinn. Flokkur fólksins dalar, mælist með 3,3 prósenta stuðning en mældist síðast með 4,8 prósenta stuðning. Er sú fyligsbreyting marktæk. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn falla út af þingi.

Stuðningur við aðra mældist 1,2 prósent samanlagt. Óákveðnir voru 6,5 prósent, 6,3 prósent kváðust myndu skila auðu, 2,9 prósent hyggjast ekki mæta á kjörstað og 2,4 prósent vildu ekki gefa upp afstöðu. Könnunin var framkvæmd dagana 7.-12. maí og svöruðu 953 henni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
5
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár