Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarflokkarnir með yfir helmings fylgi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur mæl­ast með 51,3 pró­senta fylgi í nýrri könn­un. Ei­lít­ið fleiri segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina. Flokk­ur fólks­ins næði ekki inn á þing mið­að við nið­ur­stöð­urn­ar.

Stjórnarflokkarnir með yfir helmings fylgi
Stjórnin héldi velli Ríkisstjórnin myndi halda velli ef kosningaúrslit yrðu eins og niðurstöður nýrrar MMR könnunar. Mynd: Skjáskot af RÚV

Óverulegar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka milli kannanna MMR og flestar eru breytingarnar innan vikmarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi flokka á landinu en dalar þó lítillega milli kannana. Vinstri græn standa því sem næst í stað en Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,6 prósenta fylgi, 3,1 prósentustigi lægra en í síðustu könnun MMR sem birt var 28. apríl síðastliðinn. Breytingin á fylgi flokksins dansar á línunni með að vera marktæk en efri vikmörk könnunarinnar með 95 prósenta öryggisbili eru 28,6 prósent.

Stjórnarflokkarnir þrír njóta mests fylgis kjósenda því Vinstri græn mælast með 13,1 prósenta fylgi, 0,2 prósentustigum hærra en síðast, og Framsóknarflokkinn styðja 12,6 prósent aðspurðra en síðast mældist flokkurinn með stuðning 10,5 prósent stuðning. Samtals styðja því yfir helmingur aðspurðra, 51,3 prósent, ríkisstjórnarflokkana þrjá. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist eilítið meiri, 55,1 prósent og dalar um 1,1 prósentustig frá fyrri könnun.

Píratar mælast með mest fylgi stjórnarandstöðuflokkanna, 11,3 prósent, og bæta við sig 1,7 prósentustigum frá síðuatu mælingu. Samfylkingin dalar örlítið, mælist nú með stuðning 10,9 prósenta aðspurðra sem er 0,4 prósentustigum lægra en síðast. Viðreisn bætir við sig fylgi usem nemur 1,8 prósentustigi og mælist nú með 10,6 prósenta stuðning.

Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn mælast með nákvæmlega sama fylgi, 5,7 prósenta stuðning, en þau tíðindi urðu í síðustu könnun MMR að Sósíalistar mældust þá með meiri stuðning en Miðflokkur, 6 prósenta stuðning borið saman við 5,8 prósenta stuðning við Miðflokkinn. Flokkur fólksins dalar, mælist með 3,3 prósenta stuðning en mældist síðast með 4,8 prósenta stuðning. Er sú fyligsbreyting marktæk. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi flokkurinn falla út af þingi.

Stuðningur við aðra mældist 1,2 prósent samanlagt. Óákveðnir voru 6,5 prósent, 6,3 prósent kváðust myndu skila auðu, 2,9 prósent hyggjast ekki mæta á kjörstað og 2,4 prósent vildu ekki gefa upp afstöðu. Könnunin var framkvæmd dagana 7.-12. maí og svöruðu 953 henni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár