Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi: „Samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni“

Síð­ast­lið­inn sól­ar­hring hef­ur fjöld­inn all­ur af þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is stig­ið fram með reynslu sína og þar með far­ið af stað með nýja bylgju Met­oo.

Frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi: „Samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni“

Fjöldamargir þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram með reynslu sína af ofbeldi síðastliðinn sólarhring, sumir þeirra í fyrsta skipti. Ásamt því að opna sig um ofbeldi sem það hefur orðið fyrir hafa þolendur opnað á umræðu um afleiðingar ofbeldis og hvernig samfélagið bregst við þolendum og jafnframt gerendum. 

Umræðan spratt fram í kjölfar þess að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason kom fram í sínum eigin hlaðvarpsþætti með lögmanninum sínum til að bera af sér sakir um ofbeldi og sagði slúðursögur þess efnis hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hann. Margir sýndu Sölva stuðning, meðal annars Sigmar Vilhjálmsson sem birti myndband af sér horfa grátandi á hlaðvarpsþáttinn. Daginn eftir kærðu tvær konur Sölva til lögreglu. Sögðust þær ekki hafa viljað gera þessi mál opinber en þær vildu fá tækifæri til að segja sína hlið eftir að hann tjáði sig um málið. Í yfirlýsingu frá konunum sem send var á fjölmiðla sögðu þær samfélagslega skyldu sína að leiða sannleikann í ljós. 

Enn er mikil umræða um málið á samfélagsmiðlum og í gær dró þekktur áhrifavaldur orð sín til baka eftir að hafa lýst stuðningi við Sölva og sagt „mellum og vændiskonum“ að fokka sér.  

Umræðan undanfarna daga hefur verið þolendum þung og gagnrýna þeir meðal annars hversu margir voru tilbúnir til að trúa frekar á að konur ljúgi til um ofbeldi en að þær hafi orðið fyrir því.  

Sólborg Guðbrandsdóttir sem hélt úti Instagram-síðunni Fávitar er ein fjölmargra sem hafa tjáð sig um málið, en hún segist hafa fengið til sín þúsundir sagna af kynferðisofbeldi á þeim fimm árum sem hún vann að því að varpa ljósi á stöðu kynferðisbrotamála á Íslandi.

„Á þeim tíma fékk ég eflaust sendar til mín þúsundir sagna af kynferðisofbeldi, þar sem „meintir“ gerendur voru íslenskir karlar og strákar. Og svo virðist það sem svo að fólki sé fyrirmunað að skilja það að einhver sem brosir fallega og er góður við ömmu sína geti líka verið gerandi. Nánast hver einasta kona sem ég þekki hefur orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi og það gjörsamlega fýkur í mig að heyra fólkið mitt ásaka þær um athyglissýki, kalla þær geðveikar og ætla þeim einhverjar annarlegar hvatir, þegar þær segja frá ofbeldinu. Af þessum þúsundum sagna eru eflaust svipað margir gerendur. Þeir eru vinir ykkar. Þeir eru frægir. Menntaðir. Fallegir. Góðir við ömmur sínar. En þeir eru líka ofbeldismenn,“ skrifaði hún.

Ein þessara sagna væri hennar. Sagði hún erfitt að fylgjast með því hvernig áherslan væri gjarna á að passa þyrfti upp á tilfinningar og orðspor meints geranda. „Hvaða samfélag er það sem bregst við frásögnum kvenna af ofbeldi með þeim hætti að nauðsynlegt sé að vernda strákana okkar gegn ásökunum? Það er samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu.“

Fleiri hafa tjáð sig um málið og hér á eftir eru frásagnir nokkurra einstaklinga birtar: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár