Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi: „Samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni“

Síð­ast­lið­inn sól­ar­hring hef­ur fjöld­inn all­ur af þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is stig­ið fram með reynslu sína og þar með far­ið af stað með nýja bylgju Met­oo.

Frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi: „Samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni“

Fjöldamargir þolendur kynferðisofbeldis hafa stigið fram með reynslu sína af ofbeldi síðastliðinn sólarhring, sumir þeirra í fyrsta skipti. Ásamt því að opna sig um ofbeldi sem það hefur orðið fyrir hafa þolendur opnað á umræðu um afleiðingar ofbeldis og hvernig samfélagið bregst við þolendum og jafnframt gerendum. 

Umræðan spratt fram í kjölfar þess að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason kom fram í sínum eigin hlaðvarpsþætti með lögmanninum sínum til að bera af sér sakir um ofbeldi og sagði slúðursögur þess efnis hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hann. Margir sýndu Sölva stuðning, meðal annars Sigmar Vilhjálmsson sem birti myndband af sér horfa grátandi á hlaðvarpsþáttinn. Daginn eftir kærðu tvær konur Sölva til lögreglu. Sögðust þær ekki hafa viljað gera þessi mál opinber en þær vildu fá tækifæri til að segja sína hlið eftir að hann tjáði sig um málið. Í yfirlýsingu frá konunum sem send var á fjölmiðla sögðu þær samfélagslega skyldu sína að leiða sannleikann í ljós. 

Enn er mikil umræða um málið á samfélagsmiðlum og í gær dró þekktur áhrifavaldur orð sín til baka eftir að hafa lýst stuðningi við Sölva og sagt „mellum og vændiskonum“ að fokka sér.  

Umræðan undanfarna daga hefur verið þolendum þung og gagnrýna þeir meðal annars hversu margir voru tilbúnir til að trúa frekar á að konur ljúgi til um ofbeldi en að þær hafi orðið fyrir því.  

Sólborg Guðbrandsdóttir sem hélt úti Instagram-síðunni Fávitar er ein fjölmargra sem hafa tjáð sig um málið, en hún segist hafa fengið til sín þúsundir sagna af kynferðisofbeldi á þeim fimm árum sem hún vann að því að varpa ljósi á stöðu kynferðisbrotamála á Íslandi.

„Á þeim tíma fékk ég eflaust sendar til mín þúsundir sagna af kynferðisofbeldi, þar sem „meintir“ gerendur voru íslenskir karlar og strákar. Og svo virðist það sem svo að fólki sé fyrirmunað að skilja það að einhver sem brosir fallega og er góður við ömmu sína geti líka verið gerandi. Nánast hver einasta kona sem ég þekki hefur orðið fyrir einhvers konar kynferðisofbeldi og það gjörsamlega fýkur í mig að heyra fólkið mitt ásaka þær um athyglissýki, kalla þær geðveikar og ætla þeim einhverjar annarlegar hvatir, þegar þær segja frá ofbeldinu. Af þessum þúsundum sagna eru eflaust svipað margir gerendur. Þeir eru vinir ykkar. Þeir eru frægir. Menntaðir. Fallegir. Góðir við ömmur sínar. En þeir eru líka ofbeldismenn,“ skrifaði hún.

Ein þessara sagna væri hennar. Sagði hún erfitt að fylgjast með því hvernig áherslan væri gjarna á að passa þyrfti upp á tilfinningar og orðspor meints geranda. „Hvaða samfélag er það sem bregst við frásögnum kvenna af ofbeldi með þeim hætti að nauðsynlegt sé að vernda strákana okkar gegn ásökunum? Það er samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu.“

Fleiri hafa tjáð sig um málið og hér á eftir eru frásagnir nokkurra einstaklinga birtar: 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár