Fransk-norski lögfræðingurinn Eva Joly segir að á Íslandi ríki áhugaleysi á að rannsaka fjársterka aðila sem skapa velsæld í landinu. Joly vísar með orðum sínum til rannsóknarinnar á Samherjamálinu í Namibíu á Íslandi. Þessi orð lætur hún falla í viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung í dag.
Í greininni þar sem vitnað er til orða Joly er fjallað um Namibíumál Samherja í löngu og ítarlegu máli og er sérstakur fókus á uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson og sjúkrasögu hans. Jóhannes hefur haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu. Orðrétt segir Joly í viðtalinu. „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu.“
Joly hefur verið lögfræðilegur ráðgjafi Jóhannesar frá því Namibíumálið kom upp í umfjöllunum Wikileaks, Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera í nóvember árið …
Athugasemdir