Valgerður Gunnarsdóttur alþingismaður greiðir 34.568 krónur á mánuði í leigu fyrir skólameistarahúsið á Laugum. Þetta kom fram í svari þingmannsins til Stundarinnar. Valgerður segir að enginn annar en hún og eiginmaður hennar, Örlygur Hnefill Jónsson, nýti húsnæðið. Húsið er rúmlega 100 fermetrar að stærð. Þingmaðurinn leigir af Framhaldsskólanum á Laugum sem greiðir á bilinu 740 til 780 krónur til Ríkiseigna fyrir fermetrann. Skólinn gefur skólameistaranum samkvæmt því um helmingsafslátt af leigunni. Margrét Hólm Valsdóttir, formaður skólanefndar Framhaldsskólans á Laugum, sagðist í samtali við Stundina ekkert vita um leigumálin sem þó eru á valdi skólans
Athugasemdir