Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaðurinn leigir af skólanum fyrir hálfvirði

Val­gerð­ur Gunn­ars­dótt­ir al­þing­is­mað­ur greið­ir 35 þús­und krón­ur á mán­uði fyr­ir skóla­stjóra­bú­stað­inn á Laug­um. Leig­ir íbúð­ar­hús­ið á Húsa­vík und­ir gisti­heim­ili fyr­ir 110 þús­und á mán­uði. Hús­ið á Laug­um að­eins not­að af þing­mann­in­um og maka.

Þingmaðurinn leigir af skólanum fyrir hálfvirði
Þingmaðurinn Valgerður Gunnarsdóttir gerði fimm ára samning um skólameistarahúsið á Laugum þegar hún var kosin á þing. Skólinn leigir henni húsið á hálfvirði. Mynd: Magnus Fröderberg

Valgerður Gunnarsdóttur alþingismaður greiðir 34.568 krónur á mánuði í leigu fyrir skólameistarahúsið á Laugum. Þetta kom fram í svari þingmannsins til Stundarinnar. Valgerður segir að enginn annar en hún og eiginmaður hennar, Örlygur Hnefill Jónsson, nýti húsnæðið. Húsið er rúmlega 100 fermetrar að stærð. Þingmaðurinn leigir af Framhaldsskólanum á Laugum sem greiðir á bilinu 740 til 780 krónur til Ríkiseigna fyrir fermetrann. Skólinn gefur skólameistaranum samkvæmt því um helmingsafslátt af leigunni. Margrét Hólm Valsdóttir, formaður skólanefndar Framhaldsskólans á Laugum, sagðist í samtali við Stundina ekkert vita um leigumálin sem þó eru á valdi skólans

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár