Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi

Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir ekk­ert til í sög­um um að hann hafi keypt kyn­lífs­þjón­ustu og síð­an geng­ið í skrokk á vænd­is­konu. Hann birt­ir mála­skrá lög­reglu síð­asta mán­uð­inn máli sínu til stuðn­ings.

Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi
Ber af sér sakir Sölvi neitar því að hafa keypt kynlífsþjónustu og síðan barið vændiskonu. Mynd: instagram.com/solvitrygg

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitar sögum sem gengið hafa um að hann hafi beitt konu ofbeldi. Síðustu daga hefur verið fullyrt á samfélagsmiðlum og samtali milli fólks að Sölvi hafi keypt kynlífsþjónustu af konu, gengið í skrokk á konunni sem hafi endað með því að lögregla var kölluð á staðinn. Sölvi hafi verið handtekinn og fluttur í fangaklefa.

„Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda“
Sölvi Tryggvason

Þessu neitar Sölvi staðfastlega í færslunni og segir um rætnar slúðursögur að ræða. Þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda,“ skrifar Sölvi sem jafnframt segir að umræddar sögur hafi haft mikil áhrif á sig og þá sem næst honum standi. „Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum.“

Til að bregðast við segir Sölvi að hann hafi leitað sér aðstoðar lögmanns, Sögur Ýrrar Jónsdóttur. Hún hafi fyrir hans hönd kallað eftir málaskrá Sölva hjá lögreglu undanfarinn mánuð, en á þeim tíma hafi umrætt atvik átt að eiga sér stað. Birtir Sölvi málaskránna, á tímabilinu 1. apríl til 3. maí. Þar kemur fram að engin mál séu skráð á Sölva á umræddu tímabili. Því sé, skrifar Sölvi, ekkert til í sögunum.

Málaskrá SölvaEngin mál eru skráð á Sölva hjá lögreglu síðasta mánuðinn.

„Ég óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur eru. Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifar Sölvi enn fremur og tiltekur að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið og biður fjölmiðla að virða þá ósk sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár