Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

ÁTVR selur vín frá ólöglegum landtökubyggðum

Fram­leiðsla víns­ins fer fram á Vest­ur­bakk­an­um í Palestínu en land­töku­byggð­ir Ísra­els þar eru brot á al­þjóða­lög­um.

ÁTVR selur vín frá ólöglegum landtökubyggðum
Merkt hinu forna Ísrael Hið forna Ísrael er ekki viðurkennt land. Mynd: b'Eldar \xc3\x81st\xc3\xbe\xc3\xb3rsson'

Í Vínbúðum ÁTVR er til sölu vín frá vínframleiðandanum Psagot en framleiðsla vínsins fer fram á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum í Palestínu. Landtökubyggðir Ísraela þar eru brot á alþjóðalögum og brjóta í bága við alþjóðleg mannréttindalög. Með sölu vínanna brýtur Vínbúðin einnig gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtækið starfar eftir.

Félagið Ísland-Palestína hefur sent alþingismönnum erindi þar sem vakin er athygli á þessari staðreynd. ÁTVR er eitt þeirra fyrirtækja sem starfar samkvæmt Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er alþjóðleg yfirlýsing sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Fyrstu atriði sáttmálans eru að „fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda og fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.“

Þá eru vínin sem um ræðir einnig ranglega upprunamerkt en þau eru sögð frá „Hinu forna Ísrael“ þegar staðreyndin er sú að þau er framleidd á Vesturbakkanum. Með því er brotið gegn samþykktum Evrópusambandsins en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í nóvember 2019 um að vörur frá landtökubyggðum skuli skýrt merktar upprunastað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár