Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samþykktu 690 íbúða byggð í Skerjafirði

Stefnt að bland­aðri byggð með hag­kvæmu hús­næði og stúd­enta­görð­um auk versl­un­ar og þjón­ustu.

Samþykktu 690 íbúða byggð í Skerjafirði
Fyrsti áfangi samþykktur Um er að ræða fyrsta áfanga uppbyggingarinnar en stefnt er að 1.200 íbúða uppbyggingu á svæðinu.

Deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga nýrrar byggðar í Skerjafirði var samþykkt í borgarstjórn síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða blandaða byggð með 690 íbúðum, leikskólum og grunnskólum auk verslunar og þjónustu.

Íbúðirnar verða af ýmsum stærðum og hluti þeirra fellur undir verkefnið Hagkvæmt húsnæði, sem miðar að uppbyggingu fyrir ungt fólk og kaupendur fyrstu íbúða. Þá byggir Bjarg íbúðafélag íbúðir fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta einnig stúdentagarða.

Deiliskipulagstillagan var samþykkt með atkvæðum flokkanna sem mynda meirihluta í borgarstjórn gegn atkvæðum fulltrúa minnhlutans, en borgarfulltrúi Sósíalista og Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sátu hjá. Í bókun meirihlutans var uppbyggingunni fagnað en fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu ákvörðunina ótímabæra vegna meðal annars álitamála er varða samgöngur og álag á umferð auk umhverfisþátta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár