Nýverið mat Barnaverndarstofa Freyju Haraldsdóttur hæfa til að taka að sér fósturbarn og samfélagið lagðist á hliðina. Allir og amma þeirra höfðu skoðun á málinu. Sumum þótti sýnt að Freyja gæti ekki alið upp barn, einhverjir veltu fyrir sér félagslegum afleiðingum fyrir fósturbörnin og aðrir spurðu hvort mannréttindi væru ekki gengin of langt. Slíkar athugasemdir voru gjarnan fóðraðar með orðum á borð við „Með fullri virðingu fyrir Freyju“ og „Ég frábið mér ásakanir um fötlunarfordóma“.
Of langt gengið?
Spurningin hvort mannréttindi gangi of langt byggir á grundvallar misskilningi. Í raun er um tvö mál að ræða. Það fyrra varðar réttindi, hið seinna hæfni.
Réttindamálið snýst um að Barnaverndarstofa hafnaði umsókn Freyju um að taka að sér fósturbarn án þess að leyfa henni að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Barnaverndarstofa sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni, mismunaði Freyju og braut þar með á réttindum hennar. Niðurstaða dómstóla var að Freyja ætti rétt á …
Athugasemdir