Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mörk austurs og vesturs eru dregin á þessum slóðum. Karl 12. Svíakonungur komst til Poltava árið 1709, studdur af úkraínskum kósökkum. Og ekki svo ýkja langt undan er Stalíngrad.
Síðasta stórveldastríðið hingað til átti sér reyndar stað á Kóreuskaga á árunum 1950–53. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar öðrum megin og Kínverjar studdir Sovétmönnum hinum megin. Eftir lok kalda stríðsins kom í ljós að sovéskar flugsveitir og stórskotalið, merkt Norður-Kóreu, hafði tekið beinan þátt. Jafnvel á Íslandi, þar sem aldrei skyldi vera her á friðartímum, var komið upp bandarískri herstöð. Voru þetta friðartímar í reynd? Litlu mátti muna að miklu verr færi.
Árið 1991 féllu Sovétríkin en Vesturveldin höfðu fundið sér nýjan andstæðing. Í fyrra Persaflóastríðinu það sama ár gengu Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn á milli bols og höfuðs á her Saddam Hússein frá herstöðvum sínum í Sádi-Arabíu. Sumir Sádar tóku því illa að hafa …
Athugasemdir