Marglitur blómvöndur í vatnsglasi
Guðlaug Erla Akerlie hjúkrunarfræðingur
Hlátur tveggja stelpna innan úr virki úr teppum og púðum í stofunni. Kaffibolli. Faðmlag í eldhúsinu og tvö lítil augu sem líta upp til þín. Óvæntur koss og augu mætast. Bros. Litlir lófar að uppgötva fimm litlar tær tengdar við feita, litla il. Hlátur sem ætlar engan endi að taka og er svo kröftugur að ég fæ illt í naflann. Skál full af hindberjum úti í garði. Óvænt heimsókn. Endurtekinn brandari. Glampandi sól og skoða flugur. Framandi bragð og ilmur á veitingahúsi. Marglitur blómvöndur í vatnsglasi. Tvö út að borða og haldast í hendur. Nývaknað hjal innan úr barnaherbergi. Krítarmyndir á stéttinni. Hjartalaga blað sem segir: „ég elska þig mamma.“
Þegar hjartað stækkaði
Margrét Ísaksdóttir kennari
Athugasemdir