Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.
Hvernig telur þú að sé æskilegt að endurreisa vinnumarkaðinn og koma landinu úr kreppunni eftir að búið er að ná stjórn á Covid-19 faraldrinum?
„Á næstu tólf mánuðum verða teknar ákvarðanir sem munu ráða miklu um efnahagslega framtíð á Íslandi næstu ár og áratugi. Kólnun hagkerfisins var staðreynd fyrir heimsfaraldur kórónaveiru. Viðbrögð við heimsfaraldrinum hafa reynst hinu opinbera mjög kostnaðarsöm og nemur aukning skulda hátt í milljarði króna á hverjum virkum degi. Eftir skynsama hagstjórn undanfarinna ára er ríkissjóður vel í stakk búinn að taka á sig auknar byrðar en að lokum kemur að skuldadögum. Leið vaxtar – að veita atvinnulífinu svigrúm til að skapa aukin verðmæti og ný og eftirsótt störf – er …
Athugasemdir